Sergei Zholtok, leikmaður Nashville Predators í NHL-deildinni, lést á miðvikudagskvöldið en óreglulegur hjartsláttur hafði hrjáð kappann síðustu árin. Zholtok samdi við lið Riga 2000 í heimalandi sínu, Lettlandi, þegar NHL-verkfallið tók gildi í haust. Hann fór af velli rétt fyrir leikslok í viðureign Riga 2000 og Dinamo Minsk og hneig niður í búningsherbergi liðsins. Gary Bettman, forseti NHL, sagði deildina slegna yfir fréttunum. “Hugur okkar er með fjölskyldum Zholtok, hann var drengur góður,” sagði Bettman.

Heimild: www.visir.is