Er þetta ekki tilefni til nýrrar umræðu?

Sorglegt mál, hér er það sem ég veit um málið:

1. Dómari sér ekki gróft brot, línudómari sér brotið, rangur maður sendur í sturtu.

2. Dómari stöðvar leik vegna athugasemda frá bekk Bjarnarins, dæmir liðsdóm, menn í boxið.

3. Mikil læti á bekk Bjarnarins, fleiri menn í boxið, aðstoðarþjálfari rekinn af bekknum.

4. Þjálfari Bjarnarins gefur leikinn og liðið yfirgefur svellið.

Ég hef aldrei vitað til þess að lið gefi leik vegna óánægju með dómara, þótt ég hafi líka sjaldan heyrt menn ánægða með dómarana.

Ég vona að Íshokkísambandið reyni ekki að dæma í þessu máli sjálfir heldur vísi málinu beint til ÍSÍ og að allir aðilar láti ÍSÍ um að dæma í málinu og hlýti þeim dómi. ÁN NOKKURRAR ÍHLUTUNAR!

Gaman væri ef einhver gæti vísað á leikskýrslu, er svoleiðis aðgengilegt á netinu?

massi