Sá þetta á skautafelag.is um daginn…

Samkvæmt frétt á heimasíðu Íshokkísambands Íslands hyggst íþróttafélag þeirra Hríseyinga, Narfi, senda lið í Íslandsmót karla í íshokkí en frétt á heimasíðu ÍHÍ hljóðar svona: “ÍHÍ barst nú skömmu fyrir helgi bréf undirritað af Þresti Jóhannssyni formanni Íþróttafélagsins Narfa í Hrisey, þar sem Narfi tilkynnir inn lið til keppni á Íslandsmóti í meistaraflokki karla á komandi tímabili. Eins og fram kemur í bréfi þessu þá hefur félagið þegar stofnað sérstaka nefnd til þess að halda utan um Íshokkí lið félagsins”. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu því nýtt lið með áhugasömum leikmönnum hlýtur að vera fengur fyrir íshokkíhreyfinguna. Hvort tómir Hríseyingar verða í liðinu verður svo að koma í ljós.

Veit einhver eitthvað meira um þetta?
Hvað finnst fólki svo um þetta?<br><br><b>…hann var dvergur í röngum félagsskap</
…hann var dvergur í röngum félagsskap