er einhver hér inni sem sá Bertuzzi á móti Colorado og hvað gerðist? ég pósta nú ekki oft hérna en mér finnst þetta vera svo viðbjóðslegt að ég á ekki til orð. Hann kom aftan að Steve Moore, lamdi hann í hnakkann þannig að hann féll niður, og var síðan ofan á honum lemjandi hann stöðugt niður ísinn. Þetta er það mest cheap og viðbjóðslegasta atvik sem ég hef séð. Steve Moore er nánast heppinn að vera lifandi og ekki lamaður í dag, en mér skildist í gær að hann væri með heilahristing og hálsbrotinn!

Hvað finnst ykkur um þetta? á ekki að henda svona manni úr deildinni og kæra hann fyrir tilraun til manndráps !?