Holland - Ísland 12 - 1
Jæja í dag voru það Hollendingar þetta var harður og erfiður leikur sem við töpuðum 12 – 1. Allt annað var að sjá drengina í dag en í gær þeir léku mikið betur og stóðu sig bara vel. Hollendingar, Rúmenar og heimamenn Pólverjar eru með sterkustu liðin í mótinu og gegn þessum liðum gildir fyrst og fremst að leika varnarleik og halda markatölunni niðri. Maður leiksins var Brynjar Þórðarson sem átti góðan dag og lagði sig allan í leikinn. Andinn í liðinu er góður drengjunum líður vel. Aðbúnaður hér í Póllandi er góður, hótelið gott og maturinn í lagi þó að mönnum finnist pólverjarnir ekki ná bragðinu hennar mömmu…



29.12.2003
Rúmenía - Ísland 22 - 0
Fréttapistill 2 frá Póllandi.

Jæja góðir hálsar heima á Fróni. Hér erum við að gera okkur klára í fyrsta leik mótsins á móti Rúmeníu, hann á eftir að verða okkur erfiður. Nokkur þreita er enn í mönnum eftir ferðalagið og síðan spenna og stress. Skrifa meira þegar leikurinn er búinn…..

Jæja gott fólk svona fór um sjóferð þá, við sem sagt urðum að játa okkur sigraða aðeins 22 – 0. Við sáum aldrei til sólar, Rúmenarnir voru einfaldlega mikið betri en við og við áttum aldrei möguleika gegn þeim, það var hinsvegar verra að við vorum að spila illa og því var tapið stærra en efni stóðu til. Ekkert gékk upp sem lagt var upp með, menn duttu úr stöðunum sínum og slepptu mönnum fram hjá sér og gleymdu hvaða kerfi þeir voru að spila. Besti maður leiksins var án nokkurs vafa Daniel Eriksson sem sýndi vel hversu öflugur hann getur verið. Ekki er nokkur vafi að þessi ungi maður bankar fast á dyr í karla landsliðinu. Auk þess sem hann verður lykilmaður í 18 ára liðinu.


<br><br>————————————————-
<font color=“#0000FF”>Langston</font>
————————————————-
<a href="http://wWw.TeAmKfC.tK">wWw.TeAmKfC.tK</a>
————————————————-