Ég held að það væri gott ef menn mundu nú nota þessa vefsíðu undir annað en drullu-skít-kast á menn.
Það er akkúrat þetta sem er að sliga þetta sport niður á svo lágt plan að menn nenna varla að kíkja hér við lengur.
Menn eru alltaf ægilegar hetjur þegar þeir nota nafnleysið á netinu en kúka síðan í buxurnar þegar það á að ræða málin “face to face” ,þá er alltaf brosað blítt og boðið góðan daginn en síðan er hamst við það stunda ýmisskonar áróðurs-starfsemi til að koma óorði á menn og búa til vesen. Það ætti kanski að opna vef undir svona skítkast….www.skitkast.is kanski. Ég held að menn ættu fyrst og fremst að huga að sínum eigin garði áður en þeir fara út í það að moka skít og drullu yfir í þann næsta. Það sem er sorglegast við þetta allt saman er að það er til fólk sem telur sig alltaf hafa alla málavexti um þau mál sem eru í gangi í þessum andarpolli sem heitir íslenskt íshokkí. Það sem er líka gríðarlega sorglegt er að það er mikð af fólki sem veit ekki um hvað málið snýst og því er í raun alveg sama, því langar bara að sjá eða spila hokkí. Það er bara með spurningar einsog “af hverju er ekki búið að setja upp íslandsmótið?”,“eru einhverjir leikir á næstunni ?” við þessum spurningum hefur lítið verið um svör.
Oftar en ekki hef ég lennt í því að verið að tala við fólk (í íþrótta geiranum) sem hefur heyrt af þessu bulli í íslensku íhokkíi og það er nánast hlegið af manni, “hva… hokkí er ekki allt í rugli þar”, og það fólk hefur engan áhuga á því að koma nálægt þessu á einn að annan hátt hvort sem áhorfendur eða aðrir þátttakendur.
Þessir deila sem er í gangi á milli fárra mann á að vera á milli fárra mann ekki staðsett hér á vefnum þar sem áhugamenn um hokkí eru að koma saman og tjá skoðanir sínar á hokkí og reyna að upphefja þessa íþrótt til jafns við aðrar íþróttir á Íslandi.

Ef menn ætla sér að fara út í það að rökræða um þessi mál þá skulu þeir sem eiga hlut að máli gera það sín á milli. Ekki þeir sem telja sig vita alla málavexti og gera ekki annað en að rífa kjaft á netinu.