Heimildir fengar af www.icehockey.is

Skautafélag Reykjavíkur tók á móti Skautafélagi Akureyrar í Laugadalnum á laugardaginn í 2. leik Íslandsmótsins í íshokkí. Þarna var um endurtekið efni að ræða, SA bar sigur úr býtum 6 – 3.

SR er með gott lið, landsliðsmenn í hverri stöðu, í góðu formi með kerfin á hreinu… en eitthvað er ekki að smella saman. Þá má svo sem ekki alveg afskrifa þá strax en þeir hafa sér til málsbótar að tveir þeirra öflugustu menn voru fjarri góðu gamni í þessum leik, Ágúst Ásgrímsson lá í flensu og Richard Takkanenen meiddist á æfingu og verður frá um óákveðinn tíma.

Mörk / stoðsendingar

SA: Jón Gíslason 2/1, Jan Kobezda 1/2, Arnþór Bjarnason 1/1, Clark McCormick 0/2, Sigurður Sigurðsson 1/0, Rúnar Rúnarsson 1/0.

SR: Gauti Þormóðsson 1/1, Peter Bolin 0/2, Guðmundur Björgvinsson 1/0, Svavar Rúnarsson 1/0.

Aðaldómari leiksins var Snorri G. Sigurðsson