jamm það er nokkuð til í þessari ágætu skoðunarkönnun sem er hér á vefnum….. ÉG held að íþróttir í sjónvarpi stýrist eingöngu af peningum. Ástæðan ég held þessu fram að þegar var farið að tala við þessar blessuðu sjónvarpsstöðvar hér á landi þá fóru þeir að væla undan því að þetta kostaði svo mikið. Staðreyndin er sú að NHL kostar helling það er enginn að andmæla því en við þurfum ekki endilega að vera með NHL… það eru til fullt af hokkí í evrópu og í Bretlandi (Bretar eru með atvinnudeild) og það þarf ekki að kosta sillján kúlur. Málið er bara það að ef menn fara með peninga á milli tannanna og heimta þetta í TV þá fer það þar inn. formúla 1 varð ekki vinnsæl hér á landi útaf því að hún er svo mikið stunduð hér á landi… nei það fóru nokkrir áhugakallar um formúlu 1 að raka saman aurum og rökstuðningi (einsog það að F1 er búin að vera eitt vinnsælasta TV efni í 10 ár eða meira) og fóru síðan með KJ og Klóm inná RÚV og heimtuðu þetta í loftið…. og fengu það.
Ég er nokkuð viss um það að er hokkí-áhugamenn og skautaáhugafólk taki sig saman og þramma uppá RÚV og verða með læti þá hljóta þeir að bugast og setja þetta í sjónvarpið.

Það er nefnilega skondið þegar það er verið að tala um íþróttir í sjónvarpinu þá er þetta 95% tuðruspark ,2% handbolti, 3% aðrar íþróttir. Þetta er fúllt og þeir sem eru ekki sammála þessu eru fantar og fúlmenni !! :)