Jæja eftir að hafa pælt og spurt mikið í allt sumar, mætti ég á laugardaginn niður í skautahöll með guttann minn (3 ára í nóv.) og skráði hann á námskeið… þar var vel tekið á móti mér þar sem að ég þekki eina ofur hokkí beib gellu þarna og hjálpaði hún mér í gegnum ferlið…. svo mæti ég bara með guttann á morgun og skelli honum á ísinn….

ég hef fengið soldið um furðulega svipi og fólk svitnar stundum undan þessu…. er hann ekki full ungur…. af hverju seturu hann ekki bara í íþróttaskóla…o.s.frv.

en ég er á því að þetta sé einmitt mun sniðugra því að þarna er hann hluti af félagi sem hann gæti hugsanlega verið alltaf í og eignast vini og svona mjög ungur…. fyrir utan það að hann ætti að geta orðið mjög góður þar sem hann byrjar ungur!!!

eða hvað… er ég að fara of geist með guttann!??!?!