jæja…..
ég þekki stelpu sem er að æfa íshokkí (og er víst rosa góð) en hún sagði mér að það væru skautaæfingar fyrir krakka, þar sem það er bara verið að kenna þeim á skautana, og sagði mér að yngsta barnið væri 18 mán.
ég varð frekar áhugasöm um þetta þar sem að mig langar rosalega að koma stráknum mínum í íþróttir mjög snemma og þetta er eitthvað sem ég get ímyndað mér að hann hefði gaman af!!!
hann er að verða 3 ára gamall í vetur, svo ég var að spá í hvort einhver hér getur sagt hvort þetta sé rétt og hvert ég á að snúa mér til að senda guttann í þetta, og hvar fær maður svona litla skauta?

kær kveðja tenchi