Einhvað er það nú skrítið hérna á klakanum að það virðist sem að menn halda að það þurfi ekkert að æfa sig í að skjóta, menn mæta bara á æfingar og flippa pekkinum einhvern veginn og spá svo ekkert meira í því en eru að pæla voða mikið í að halda sér í formi og borða hollann mat sem að er sjálfsagt mál.
Það vita allir krakkar sem að æfa hokkí í Kanada, Svíþjóð, Tékklandi og öllum þessum stórum löndum að ef þú ætlar að geta einhvað í hokkí að þá verður þú að æfa þig eins og anskotinn í skotum og það er sagt að hver einasti NHL leikmaður hefur skotið að minnstakosti 200 pökkum á dag alla sína æfi til að komast svo langt.
Núna er sumar og þá er tilvalið að koma sér út með plötu og pekki og byrja að æfa sig í skotum ef að þú hefur áhuga á að komast langt í hokkí. Hérna er linkur http://hockeyshot.com/