Ótrúlegt lið Minnesota Wild er að þjarma að Vancouver Canucks BIG TIME.

Eftir að lenda undir 3-1 í annarri seríunni í röð eru Wild nú búnir að knýja fram oddaleik, ekki nóg með það heldur hafa þeir rúllað yfir Canucks 2 í 2 síðustu leikjum, 7-2 í Vancouver og 5-1 í Minnesota.

Til að bæta gráu ofan á svart er bara sólarhringur í næsta leik þ.a. Canucks ná ekki að jafna sig mikið fyrir oddaleikinn, og ef Wild eru búnir að þreyta þá þetta mikið eiga Canucks ekki eftir að standa í lappirnar í 7. leiknum.

Wild hefur tekist það sem enginn annar hefur getað gert í vetur, en var fyrirfram vitað að yrði lykillinn að sigri gegn Vancouver: Að slökkva á Naslund-Morrison-Bertuzzi línunni!

Ég held svei mér á að Wild eigi eftir að klára Canucks í 7. leiknum, og þá mætast 2 eldabuskur í úrslitum vesturdeildarinnar, Wild-Ducks og annað liðið fer í úrslit um Stanley bikarinn.

Þetta eru bara algjörir snillingar! :)

massi