Að gefnu tilefni vil ég minnast aðeins á dómgæsluna í úrslitakeppninni.
Macinnis talar um að Snorri hafi verið að dæma illa í öðrum leik úrslita og ekki séð gróf brot og annað í þeim dúr.
Ég verð að vera ósammála þessu þar sem mér fannst hann dæma þennan leik mjög vel, hann hélt leiknum vel niðri án þessa að skemma leikinn, var t.d. ekki að “flauta leikinn í spað” eins og sumir dómarar hafa gert, fyrsta flaut kemur ekki fyrr en eftir 5min og 18 sek og var t.d. Jón Gunnar Gulldrengur (tímavörður í þessum leik) orðinn úrkula vonar að hann fengi yfir höfuð að ýta á einn einasta takka.
Snorri talaði við fyrirliðana, Ingvar og Sigurð, rétt áður en leikur hófst og lagði þeim línurnar, “sem er mjög gott”.
Það er nú bara svo í íshokký sem og öðrum hópíþróttum að dómari getur ekki séð allt og þess vegna er hann með aðstoðar/línudómara sér til aðstoðar. Ég er reyndar á þeirri skoðun að dómarar megi nota línudómara meira og hvetja þá til að segja sér betur og meira frá brotum, sérstaklega ef um grófari brot er að ræða, útfærslu á þessu atriði ætla ég ekki að spá um á þessarri stundu.
Að nota myndavélar til að aðstoða við dómgæslu held ég að sé algert rugl, það er ekki til neins nema að hægja á leiknum og gera hann leiðinlegan, hins vegar má hugsa sér að nota þær til að skoða umdeild atvik eftir leiki og láta þá aganefnd ÍHÍ eða viðeigandi yfirvöld dæma um þau.
Svo er eitt varðandi hverjir dæma hvaða leiki þá er það nú þannig í reglum og lögum allra hópíþróttasambanda sem ég veit um að það á alltaf óháður dómari, þ.e. dómari frá þriðja félagi, að dæma leik. Þannig að SA-SR leiki á Bjarnardómari að dæma, SA-Björninn á SR dómari að dæma og SR-Björninn á SA dómari að dæma. Viðar dæmdi síðasta úrslitaleikinn fyrir norðan sem skv. reglum er bannað. Nú er ég ekki að segja að Viðar hafi dæmt þennan leik neitt illa, mér fannst hann komast vel frá þessum leik og ekki halla á annað liðið fremur öðru, en til að koma í veg fyrir leiðindi og kærumál vegna þessa ætti að hafa þessi mál á hreinu.

Þetta er nú bara álit eins manns og endilega látið heyra í ykkur.

Madmart