oftar en ekki áður var ég búinn að vinna seint í gærkveldi og settist með bjórinn fyrir framan sjónvarpið og horfði á NHL í beinni..
Philadelphia Flyers tóku á móti Vancouver Canucks og þegar ég sest niður þá er fyrsti leikhluti nýbúinn og staðan 3-0 fyrir Flyers, hálf ótrúlegar tölur! Michal Handzus hafði þá skoraði eftir aðeins 37 sekúndur, Brashear og og Radovan Somik höfðu svo bætt við mörkum og rétt innan við 10 mínutur búnar að leiknum.
Ekkert var skorað eftir þetta, en þessir 2 leikhlutar sem ég sá var hin besta skemmtun. Það var mikið um hörku og slagsmál og sýndist mér Donald Brashear, fyrrverandi Canucks maður, aðallega vera í miðjunni þar..
Vancouver léku samt vel á köflum í þessum leik, og hefðu kannski getað fengið eitthvað úr honum, en stórleikur Roman Cechmanek kom í veg fyrir það. Alls varði hann 41 skot og batt enda á 9 leikja sigurgöngu Canucks á útivelli