Líka annað í markmannsmálum að þá er skemmtilegt að taka það framm að það getur ekki hvað markmannslufsa komið hingað og spilað, hann þarf að vera rosalega góður. Ég veit ekki hvort þið munið eftir Loui sem var hjá Sr seinasta vetur en hann var einn besti markmaðurinn í Háskóladeildinni sem hann spilaði í í USA og kosinn nýliði ársins í atvinnu manna deildinni sem hann spila´ði í en hann gat ekkert í leikjum hérna heima, hann var góður markmaður en hann gat ekki slegið mig og Trausta út þannig að hann fór, og síðan er skemmtilegt að taka framm að stjórninn kenndi mér og trausta um lélegt gengi SR vegna þess hvernig við töpuðum stórt og þessvegna vildi sr fá hann í liðið. Núna í vetur kom til SR markmaður frá Svíþjóð, hann spilaði í 2 deildinni þar og hann gat ekki neitt. Síðann með Slóvakann frá Akureyri, hann var nú góður en það var enginn missir fyrir SA að hann skuli hafa farið, Trausti og Biggi eru að vinna sína vinnu mjög vel fyrir norðann.
Gallinn með SR er sókninn og vörninn, ekki út af því að liðsmenn sr eru lélegir, langt því frá, menn spila bara illa og það er gallinn. En eins og með leikinn seinasta laugardag að þá small vörninn saman og spilið gekk upp, þegar að það gerist þá verður mitt starf miklu auðveldara, eftir leikinn var fólk að segja að þetta hafi verið minn besti leikur en ég er ósammála því, því ég kom í leikinn slappur og ógeðslegur því að ég var ný skriðinn úr rekkju eftir að hafa verið veikur í viku, ælandi og allur pakkinn og svo stressaður að það leið næstum yfir mig.
núna er byrjað að telja skot á mark og þau voru 28 á mig og 25 á Trausta. Ég tek það til baka að leikurinn hafi nú verið auðveldur en hann var meira svona meðfærilegri(?)
Staðann í dag er þannig að það getur enginn markmaður reddað heilu liði sem spilar lélega vörn og þannig er það.
Ég bíð spenntur eftir Bjarnarleiknum, Taka þeir okkur í þurrt rassgatið?? aldrei að vita.