Hæ, þetta er fyrir ykkur sem ekkert kunna í íshokkí(plz. Geiri87 ekki byrja að þursast)

Búningurinn:(ekki í réttri röð)
Búningurinn byggst uppá axlahlíf, barkahlíf, buxum, legghlífum, olnbogahlífum, hönskum, skautum og hjálm.
Það sem skiptir mestu máli er hjálmurinn, punghlífin og barkahlífinn.
Í fyrra fékk svissnenskur markmaður skauta í hálsinn og drapst því að hann notaði ekki barkahlífina, fólk notið barkahlíf.

Leikurinn:
Leikurinn snýst um að skjóta svartri plötu sem kallast pökkur í netið,
6 eru inná vellinum hjá hvoru liði í einu ef maður tekur markvörðinn með. Stöðurnar eru markvörður(1), center(1), hægri kantur[mín staða](1), vinstri kantur(1), varnarmaður(2).

Ísing? rangstæða? hvað þýðir þetta?:
Ísing, er það þegar pökkurinn fer yfir allar 5 línurnar ósnertur, þetta er eitt af þeim hlutum sem þarf nauðsynlega að passa. Rangstæða er þegar maðurinn fer yfir bláu línuna á undan pekkinum þessu á maður ávallt að vera vakandi yfir.

Er þetta of dýrt?:
Nei reyndar ekki, búningurinn kostar um 10,000(ekki það mikið)-80,000(bara ef þú ert pro;)) svo kostar 20-30,000 að æfa en maður sér alls ekki eftir því.

Hvað eru mörg félög á Íslandi?:
Þau eru 3, Björninn(Reykjavík), Skautafélag Reykjavíkur(Reykjavík) og Skautafélag Akureyrar(Akureyri).

Jæja vonandi var þetta til gagns, kveðja AlmZi…