Edmonton Oilers - 0

Dallas Stars - 3

Eddie hver? Marty Turco hélt áfram að “brillera” er nýi aðalmarkmaður Dallas Stars skráði sitt sjötta “shutout” þegar Dallas unnu Edmonton 3-0 í gærkvöldi (15 Október, 2002).

Turco erfði stöðuna þegar Ed Belfour fór í Toronto Maple Leafs.

Jere Lethinen skoraði tvisvar og varnarmaðurinn Philippe Boucher skoraði hitt markið fyrir Stars, sem hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í sínu bestu byrjun síðan 1996-97 leiktíðinni.

“Við erum að koma saman fljótt, en ekkert kemur liði betur saman en sigur.” Sagði hægri vængur Stars, Scott Young.

Tommy Salo gerði bara 15 vörslur fyrir Oilers, sem eru búnir að tapa í seinustu 14 skipti á móti Dallas.

“Engin spurning, við eigum erfitt hér,” sagði vinstri vængur Edmontons, Ryan Smith. “Það er erfitt þegar maður er að tapa í byrjun leiksins. Vörnin okkar gerði ekki góðar sendingar og það var þá þegar þetta allt byrjaði.”

Boucher skoraði eina markið sem Turco þurfti á powerplay þegar 2 mínútur voru búnar af fyrsta leikhluta. Ulf Dahlen var með pökkinn bakvið markið hjá Oilers og sendi hann beint fyrir markið þar sem Boucher tók viðstöðulaust skot fram hjá Tommy Salo. Þetta var fyrsta mark Bouchers's í Stars búningi.

Lethinen tvöfaldaði forystu Dallas þegar 4 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta er hann lék pökkinn hægra megin hjá markinu og tók bakhandarskot fram hjá Salo.

“Það er erfitt að koma einhverju af stað þegar maður getur ekki einu sinni sent pökkinn á milli sín í sínu eigin svæði,” sagði þjálfari Oilers, Craig McTavish. “Við áttum erfitt okkar megin í kvöld. Við vorum að missa stjórn á pökknum og engin gat komið neinu af stað.”

Á meðan Turco var að hjálpa Dallas að drepa sjö powerplay náði Lethinen marki þegar 7 mínútur voru eftir af 2. leikhluta. Pierre Turgeon var í baráttu við Todd Marchant bakvið markið en Marchant var að reyna að hreinsa en pökkurinn fór í skautann hjá Turgeon og beint fyrir markið.

Lethinen kom síðan og skaut pökknum inn til að gera stöðuna 3-0.

“Lethinen er okkar ”varnar-sóknarmaður“, en í kvöld var hann aðal sóknarmaður okkar,” sagði þjálfari Dallas, Dave Tippett.

Mörkin í leiknum: Jere Lethinen (2) og Philippe Boucher.

3 stjörnur kvöldsins:

- Jere Lethinen (DAL), 2 mörk og þar á meðal sigurmarkið.
- Marty Turco (DAL), Hélt markinu hreinu og skráði sitt sjötta shutout.
- Philippe Boucher (DAL), skoraði fyrsta markið í leiknum og var það hans fyrsta á leiktíðinni.
—————————————– ————————
Önnur úrslit:

Nashville Predators - 2
NY Islanders - 3
————————–
Florids Panthers - 1
Minnesota Wild - 4
————————–
Carolina Hurricanes - 1
St. Louis Blues - 2
————————–
Phoenix Coyotes - 1
Ottawa Senators - 2
————————–
Philadelphia Flyers - 6
Montreal Canadiens - 2
————————–
Toronto Maple Leafs - 4
NY Rangers - 5
x ice.MutaNt