Curtis Joseph og Tie Domi fara frá Toronto JOSEPH FARINN TIL FLAMES

Toronto Maple Leafs tilkynntu á sunnudaginn að “free agent”
markmaðurinn Curtis Joseph væri farinn til Calgary Flames,
í skiptum við að fá þeirra rétt til að velja nýliða nr.8 árið 2004.

“Það var ljóst að við vorum ófærir um að semja við Curtis og
umboðsmann hans fyrir frestinn sem gefinn er til 1. júlí,
þannig að við snérum okkur að því að gera sem best fyrir félagið,”
sagði Framkvæmdastjóri og aðalþjálfari Toronto Maple Leafs, Pat Quinn.

Joseph, 35, spilaði í 51 leik fyrir utan playoffs, á síðustu leiktíð
fyrir Toronto, og sló met með 29 sigruðum leikjum, 17 töpuðum og
5 jafntefli. Sem skilaði sér í 2.23 mörk á sig að meðaltali í leik
og 4 “shutouts”.

DOMI FARINN TIL NASHVILLE

Toronto Maple Leafs tilkynntu á sunnudaginn að “free agent”
framherjinn Tie Domi væri farinn til Nashville Predators.
Í skiptum við að fá þeirra rétt til að velja nýliða nr.8 árið 2003.

Domi, 32, hefur spilað í 541 leikjum fyrir utan playoffs,
með Toronto og hefur á þeim tíma skorað 57 mörk, 74 stoðsendingar,
131 stig og 1,777 mínútur í refsingu. Þessi síðasta leiktíð
var hans 7. fulla leiktíð með Maple Leafs eftir að hann fór
til þeirra frá Winnipeg Jets, 7. apríl árið 1995.

Upphaflega var hann annar í vali Toronto, 27. yfir allt,
í nýliða valinu árið 1988.

Nú er bar að bíða og sjá hvaða markmann Toronto hyggjast nota
í stað CuJo, og hvort þeir reyni að fá annan “fighter” ;)
..Þó svo að Gary Roberts sé orðinn hættulega árásargjarn :P