Góðan morgun, dag, kvöld, nótt ég er með þessari grein að mótmæla túlkun flestra á hokkí… flestir sem hafa þessa íþrótt stundað eru á einu máli um að hún sé góð en mikið er um að fólk sem aldrei hefur stundað hokkí sé að fordæma það um það er þessi grein ásamt heimspeki molum….

Ég hef talað við fullt af fólki um alls konar íþróttir, jafnvel skák en oft þegar umræðan berst að hokkí þá segjir fólk “ojj sora íþrótt” og ýmislegt álíka niðurlægjandi um hokkí… Þetta fólk sem virðist ekki hafa snert hokkí-kylfu á sínum innihaldslausa líftíma er með fordóma gegn hokkí og þar sem það er hörð barátta fyrir því að losa kynþátta fordóma úr manna minnum skulum við hafa í huga að hokkí er ekkert verra en svarti maðurinn í næstu götu, þú þarft bara að kynnast honum..
og í þessu tilviki er maðurinn íþrótt..

Mun hokkí halda vinsældum sínum í nýjum og upplýstum heimi nútímans eða mun þessi göfuga íþrótt enda sem safngripur í video safni framtíðarinnar..

Er Mats Sundin einn af bestu leikmönnum í deildinni í dag… eða er hann bara miðlungs leikmaður sem hefur verið reistur til dýrðar af aðdáendum sem ekkert vita og fjölmiðlafirmum sem vilja bara græða pening á kostnað almennings….

Er hægt að líkja Tie Domi og Donald Brashear
við Mike Tyson og Lennox Lewis..

Á að leyfa meira ofbeldi í íshokkí?
Eða ætti að draga úr því ??

Munum við þessi litla þjóð sem Ísland er einhvern tíman geta keppt við og unnið lið eins og Toranto Maple Leafs eða munum við bara láta okkur dreyma um ómunatíð…

Það fer að koma að því að ég ljúki máli mínu en fyrst vil ég hvetja alla að prufa hokkí með opnum huga og vera ekki að sverta nafn þessarar íþróttar sem var stunduð af Gísla Súrssyni og mörgum öðrum fornaldarköppum íslendinga sagna án þess að vera búin að prufa að minnsta kosti þrisvar enda segir gamall og góður málsháttur þetta “Allt er þegar þrennt er”…….

Ég vil þakka Aage og MutaNt fyrir þá hjálp sem þeir veittu í gerð þessarar greinar og vil ég biðja alla hokkí-unnendur og þá sem ekkert vilja með þennan lífstíl ( því hvað er hokkí annað en lífsstíll) hafa að koma með sín rök og mun ég svara þeim af bestu getu…..
En ég frábið mér að svara rökleysu…..því bið ég fólk um að vanda svör sín…

Þakkir Erling
I live….And then I die