Carolina gerðu dýrkeypt mistök í lokin Arturs Irbe og frábær vörn björguðu Carolina Hurricanes í úrslitakeppninni síðastliðinn mánuð. Þessi formúla var að virka í leik 2 í úrslitaseríunni - þangað til á síðustu 6 mínútunum.

Hurricanes hafa aðeins fengið sig 2 mörk eða minna að jafnaði í síðustu 9 leikjum - aðeins enium leik frá NHL 10 leikja metinu sem Dallas Stars náðu árið 1998. En Carolina og Irbe fengu illa meðferð er Detroit Red Wings vann 3-1 sem jafnaði seríuna í 1-1.

Vörnin hjá Carolina hafði hindrað 21 skot þegar 3. leikhluti byrjaði og Irbe hafði verið tilkomumikill í markinu, varði 26 skot áður en Nicklas Lidstrom náði að skora á “powerplay” og gaf aðdáendum Red Wings loksins tilefni til að fagna.

Þeir myndu fagna bráðlega aftur…

Innan við 13 sekúndum seinna, þurftu Hurricanes að horfa uppá 3-1 forystu hjá Wings, þegar Kris Draper kom Irbe á óvart og náði að koma pökknum framhjá honum, í netið.

Bæði skotin voru há og það virtist eins og Red Wings hefðu aðlagast því að Irbe reyndi oftast að verja neðarlega.

Þannig, Hurricanes fóru frá því að horfa uppá framlengingu, sem þeir hafa verið nánast ósigrandi þetta árið, í tveggja marka fall á aðeins 13 sekúndum.

Hurricanes sem eru vanalega agaðir voru aftur agalausir, sem gaf Red Wings 7 “powerplay” tækifæri í leiknum.

Þetta skiptið, þá voru þeir ekki eins heppnir gegn kraftmikilli vörn Detroit's.

“BBC” línan hvarf líka eins skjótt og hún varð heitasta línan í NHL.

Rod Brind'Amour, Bates Battaglia og Erik Cole urðu aðalumræðuefnið eftir að hafa skorað 10 af 21 mörkum liðsins gegn Montreal í 2. seríu úrslitakeppninnar.

Samt sem áður, þá hafði BBC línan kólnað, höfðu leikið 7 leiki í röð án þess að skora eitt einasta mark, áður en Brind'Amour skoraði á þriðjudeginum.

Samt sem áður þá skoraði Brind'Amour eigilega ekki með mönnunum sem eru með honum í BBC línunni, heldur varð markið til þegar þeir voru manni færri.

“Við verðum að gera eitthvað,” sagði Battaglia. “Ég held að við séum ekki að spila af fullum krafti eins og er.” BBC línan gaf aðeins af sér 3 stoðsendingar í viðureigninni gegn Toronto og hafði aðeins 4 skot í framlengingarsigrinum í leik 1 gegn Detroit.

Eftir einn leikhluta átti BBC línan 5 af 7 skotum Hurricanes, en náði ekki að skora.

Þetta stefnir í MJÖG spennandi úrslitaleiki hjá þessum sterku liðum. Og það verður gaman að fylgjast með þessu ;)

Stay tuned for more NHL playoff news from Aage! ;D