Jeff O'Neill lærði af meistaranum
“Í fyrsta skiptið sem ég sá <a href=”http://sports.espn.go.com/nhl/players/profile?st atsId=1327“ target=new> Jeff O'Neill </a> spila þá vissi ég að hann ætti eftir að verða góður NHL leikmaður,” sagði <a href="http://sports.espn.go.com/nhl/players/profile?statsId=0065“ target=new> Brendan Shanahan, </a> sem leikur með Detroit Red Wings.

Árið var 1995 og staðurinn var Hartford. O'Neill var efnilegur nýliði (rookie) á sinni fyrstu leiktíð sem atvinnumaður. Shanahan, var þaulreyndur eftir næstum 9 ár í atvinnumennsku, og á sinni 1. leiktíð með Whalers eftir að hafa verið skipt út frá Saint Louis Blues.

Oft voru Shanahan og <a href=”http://sports.espn.go.com/nhl/players/profile?statsId=0207“ target=new> Nelson Emerson </a> settir í sömu línu og O'Neill, til að styðja við bakið á nýliðanum.

O'Neill sem var dreginn 1. af Hartford Whalers en 4. yfir allt í ”nýliða-valinu“ (rookie entry draft), þurfti smám saman að vinna sig upp í uppröðun liðsins.

Shanahan, sem er kröftugur framherji eins og O'Neill, þótti mikið til koma hvernig O'Neill stóð sig. Hann kvartaði aldrei né fór í fýlu. Hann fylgdist með öllu, spurði spurningar og lagði sig allan fram.

Það var þá sem Shanahan vissi að O'Neill ætti eftir að verða áhrifamikill leikmaður í deildinni.

”Ég man eftir að hafa spilað með Jeff á árinu sem hann var nýliði.“ útskýrði Shanahan. ”Ég man snemma á leiktíðinni þegar hann var frekar ungur gaur og spilaði ekki með í sumum leikjum. Þá vildu strákarnir að hann myndi horfa á, og síðan koma hann alltaf í klefann til okkar eftir leikina. Þá gat hann sagt manni allt sem gerðist í leiknum, og hann gekk stundum að gaurum og spurði þá af hverju þeir hefðu gert hitt og þetta.“

”Við virkilega héldum að hann væri að læra um leikinn, og að hann ætti eftir að verða góður. Maður gat séð að hann hafði hæfileikana. En, ég held að hann hafi viljað verða betri og að hann hafi ætlað sér að læra af samspilurum sínum. Þannig, það hefur verið fínt að sjá hann þróast um árin.“

Og O'Neill hefur sko þróast. Hann hefur þróast frá því að vera mjög efnilegur nýr strákur fullur af vilja, í mjög góðan og mikilvægan leikmann hjá Carolina Hurricanes. Hann leikur á vinstri kant sem er sama staða og Shanahan spilar, hann fór frá Whalers eftir 2 ár hjá þeim, og gekk þá til liðs við sitt núverandi félag, Detroit Red Wings.

Núna, í Stanley Cup úrslitunum árið 2002, mun lærlingurinn reyna að sigrast á meistaranum í hans eigin leik.

Hinn 26 ára O'Neill þakkar nú Shanahan fyrir að hafa kennt sér undirstöðuatriðin og að spila heiðarlega til að verða sá fagmaður sem hann er í dag.

”Hann kenndi mér að krefjast alltaf þess besta frá sjálfum mér og leggja mig alltaf allan fram.“ sagði O'Neill.

Það er það sem O'Neill hefur gert. Þetta ár, hafði hann 31 mörk og 33 stoðsendingar í 76 leikjum. Það er rétt á hælunum á 41 marka metinu hans, sem hann setti árið áður. Í úrslitakeppninni þetta árið, hefur hann skorað 5 mörk og gert 4 stoðsendingar í 18 leikjum.

Shanahan segist hafa vitað árið 1995 að allt þetta hefði verið mögulegt fyrir O'Neill. Paul Maurice, þjálfari hans, tekur undir þessi orð hjá Shanahan.

”Ég man eftir að Brendan kom að bekknum eftir einn leik þegar Jeff O'Neill hafði skorað mark,“ sagði Maurice. ”Hann sagði að þessi strákur ætti eftir að skora mörg mörk í deildinni. Og, Jeff var ennþá ungur, og enn að þróast, en Shanahan sá þessa meðfæddu hæfileika.“

O'Neill mun alltaf sitja stóran sess hjá Shanahan, fyrir þau áhrif sem hann hafði á feril hans. En hann krefst þess að nú sé ekki tíminn til að endurgjalda þennan greiða. Nú er sá tími, segir hann, til að sanna að hann hafi lært vel á þessum árum, og hjálpa Carolina að halda Shanahan niðri ef, og þegar, þeir enda með að spila saman á ísnum.

”Shanahan skýtur pökknum ennþá eins vel og er mögulegt,“ sagði O'Neill. ”Hann er einn af þeim sem við einbeitum okkur mest að."

Það er nokkuð víst að Shanahan muni segja það sama um O'Neill við liðsfélaga sína, fyrir úrslitaleikina.