Carolina Hurricanes leiðir nú í einvígi austurstrandarinnar gegn Toronto Maple Leafs eftir sigur í 4. viðureign liðanna og jafnframt í þriðja skiptið í röð. Toronto vann fyrsta leikinn, þá án fyrirliða síns, hins sænska Mats Sundin, en síðan hann kom aftur í hópinn hefur allt gengið á afturfótunum og þrír leikir tapast.



Carolina er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit NHL gegn annað hvort Detroit Red Wings eða Colorado Avalanche og yrði það í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Carolina rúllaði yfir Toronto í 4. leiknum og sigraði með 3 mörkum gegn engu þar sem markmaður liðsins, Artus Irbe sem fæddur er í Lettlandi, fór gjörsamlega á kostum og kæfði hverja Toronto sóknina á fætur annarri og varði samtals 31 skot og náði þar með sínu fyrsta “shut-out” í úrslitakeppni NHL á ferlinum.



Mörk Carolina skoruðu Tékkinn Jaroslav Svoboda, sem nú er að spila sitt fyrsta tímabil í NHL og hóf ferilinn í byrjum mars á þessu ári, Finninn Sami Kapanen og síðasta markið átti fyrirliði liðsins Ron Francis sem spilaði sinn fyrsta NHL leik fyrir 21 ári eða 1981 sem ku vera um svipað leyti og Svoboda var að fæðast.