Detroit Red Wings sigraði Colorado í 3. leik liðanna í nótt með tveimur mörkum gegn einu þar sem Fredrik Olausson skoraði sigurmarkið á 13. mínútu bráðabana eftir stoðsendingu frá Yzerman og engum öðrum en Dominik Hasek, sem fyrir utan stoðsendinguna var með 20 skot varin. Þetta ku vera fyrsta mark Olausson í úrslitum NHL í 10 ár en þá spilaði hann með hinu sáluga Winnipeg Jets.



Rob Blake skoraði fyrst mark leiksins fyrir Colorado eftir stoðsendingu frá Sakic og Forsberg en Luc Robitaille jafnaði skömmu síðar. Colorado getur þakkað markvörslu Patrick Roy að ekki fór verr í þessum leik því hann lék á alls oddi og varði samtals um 40 skot sem þýðir að hann hefur fengið helmingi fleiri skot á sig en kollegi hans í hinu markinu. Næsti leikur verður í Denver á laugardaginn.



Í austurstrandarriðlinum eru Carolina Hurricanes komnir með forystuna í einvíginu gegn Toronto Maple Leafs með 2 - 1 sigri þar sem sigurmarkið kom á 7. mínútu bráðabana. Þetta var þriðji leikur liðanna og staðan því 2 - 1 fyrir Carolina.