Eins og flestir vita þá er ekki spilað beint “mikið” af götuhokkí hér á Íslandi. Kannski er það útaf því að veðrið er kannski ekkert alltaf best á Íslandi og rignir andsk**i mikið hér á sumrin. En svona götuhockeylið er ekki erfitt að stofna og maður þarf ekkert endilega að hafa landslið ef maður vil halda svolitlar keppnir og þannig. Þess vegna datt mér í hug að afhverju er ekki sett upp svona nokkur nógu “stór” íþróttahús á Reykjavíkursvæðinu svo að maður gæti spilað í rigningu eða snjó á veturna og þar gæti maður æft streethockey og þannig væri léttara að stofna lið í götuhokkí.