Ég sendi inn á korkanna spurningu um hvar ég gæti séð hokkí sjónvarpi hérna á Ísland og fékk þau svör að það væri hægt að sjá það á Canal+. Ég hef ávalt verið hrifinn af hokkí þau ég sé ekki mikill skautamaður sjálfur en hef því meira horft á þegar mér hefur gefist kostur á því, t.d. á Olympíuleikum. Eins og staðan er í dag þá eru ekki burðugar sjónvarpstöðvarnar hérna á klakanum þar sem sjónvarpið er haldið heljagreipum fjárlaganna og Norðurljós eru í mikilli skuldasúpu. Ég sá að skjár 1 er að reyna að hrifsa til sín Norðurljós og gæti það hleypt nýju lífi í það félag. Mér skilst að Canal+ sendi út á Miðvikudögum og um helgar frá hokkí og væri það tilvalið fyrir sýn að sýna frá því til móts við meistaradeildina og kryddaði það helgarnar hjá RÚV að vera með Hokkí í staðinn fyrir þýska boltann. Hvernig væri að við, hugarar færum í það að ná þessu fram. Hokkí í íslenskt sjónvarp!

Virðungarfyllst
Haraldur Örn Björnsson