Íshokkí...........! Íshokkí er knattleikur leikinn á svelli með tveimur sex manna liðum. Leikmennirnir eru á skautum, með hjálma og hlífar og reyna þeir að koma pökknum í mark andstæðinganna með kylfum. Leiktíminn er 3x20 mín. Vellinum er skipt í: varnarsvæði, hlutlaust svæði og sóknarsvæði. Sóknarmenn eru rangstæðir ef þeir fara á undan pökknum inn á sóknarsvæðið eða yfir tvær línur framan eigin marklínu á undan honum. Það má segja að íshokkí sé hörkuleg íþrótt því ýmis konar stympingar eru leyfðar. Íshokkí er upprunnið í Kanada um miðja 19.öld og varð ólympíugrein árið 1920. Á Íslandi var fyrst keppt í íshokkí á Akureyri árið 1941.

Á Íslandi hefur íþróttin ekki náð mikilli útbreiðslu en þó eru þrjú lið starfrækt. Þau eru Skautafélag Akureyrar, stofnað 1. janúar 1937, Skautafélag Reykjavíkur, 31. október 1938 og Björninn í Reykjavík sem var stofnað 22. nóvember 1990.

Þol:Íshokkíleikmenn þurfa að hafa rosalega gott úthald. Þeir eru oft stutt inni á vellinum í einu. Þolþjálfun er mismunandi eftir íþróttagreinum og skorpuvinna hentar vel fyrir íshokkí. Loftfirrt þol er nauðsynlegt þeim sem stunda íþróttina.