Nafn: Wayne Gretzky
Fæðingardagur: 26. janúar, 1961
Fæðingarstaður: Brantford, Ontario, Canada
Foreldrar: Walter og Phyllis Gretzky
Systkin: Kim, Keith, Brent og Glen
Núverandi búseta: New York, NY
Þyngd: 170 lbs.
Eiginkona: Janet Jones (Ekki Gretzky)
Börn: Paulina, Ty og Trevor.


Wayne Gretzky lærði fyrst á skauta þegar hann var 2 ára gamall á lítilli tjörn rétt fyrir neðan sveitabæ ömmu sinnar og afa.

Þegar hann var aðeins 10 ára gamall var hann ekki aðeins þekktur sem Wayne Gretzky, heldur “hinn mikli” Gretzky (The great Gretzky)
Tímarit og dagblöð birtu greinar og myndir af þessu nýja þjóðarstolti. Athyglin beindist einna helst að ótrúlegri færni Gretzky's til að skora mörk. 10 ára að aldri hafi hann skorað 278 mörk á 80 leikja tímabili. Hann sló öll met og má þar geta að fyrra metið var 238 mörk á tímabil.

Nelson Skalbania, eigandi Indianapolis Racers hvafði aldrei séð Wayne spila, en eftir tiltal frá fyrrum þjálfara Huston Aeros, ákvað hann að slá til og bauð Gretzky 4 ára samning. Wayne Gretzky var að byrja atvinnumanna feril sinn í Indiana.
Þgar Nelson ákvað svo að selja liðið var Gretzky sendur til Edmonton þar sem hann spilaði með Edmonton Oilers. Á 18 afmælisdeginum sínum, í janúar árið 1979 skrifaði hann undir 21 árs samning um aðild að WHA (World Hockey Association)
sem myndi renna út árið 1999.

Stærsta stund Gretzky's kom svo þegar hann spilaði stjörnuleik WHA aðeins 17 ára gamall við hlið Gordie Howie sem var átrúnaðargoð hans í æsku og sonar hans Mark. Þessi leikur er enn í minnum hafður þar sem lína Gretzky's og Howies skoraði mark á fyrstu mínútu leiksins.
Wayne Gretzky hefur sett eða jafnað hvorki fleiri né færri en 49 met. Í 15. október árið 1989 varð hann fyrsti NHL leikmaður allra tíma til að skora samtals 1851 mark. Met sem hafði tekið Gordie Howie 26 ár að ná. Gretzky á ýmis önnur met og má þar nefna:

* Flest mörk
* Flestar stoðsendingar
* Flest stig
* Flest mörk í leik
* Flest mörk á tímabili
* Flest stig á tímabili

Þegar Gretzky flutti sig svo um set til Los Angeles Kings rauk hagnaður liðsins upp úr öllu valdi og milljón dollara gróði kom inn, bara af útsendingum sjónvarps og útvarps frá leikjunum. Sala á Kings minjagripum jókst sömuleiðis í kjölfar komu “kóngsins”.
Wayne Gretzky auglýsingaherferð varð hrundið af stað með viðeigandi slagorðum og má þar nefna slagorð gosdrykkjaframleiðanda: “OFFICIAL SOFT DRINK OF THE GREAT ONE” sem má beinþýða sem “opinber gosdrykkur hins mikla” eða eitthvað svoleiðis.
Með þessum orðum slæ ég botninn í þessa grein mína um uppáhalds ísknattleiksmann minn og enda á fleigum orðum sem einn vitur maður sagði:

“There will never be another like ”Number 99“”.