Eins og við vitum öll þá er tímabilið núna búið hjá öllum flokkum og ætla ég að skrifa smá grein um tímabilið hjá nokkrum flokkum.

Byrjum á 3. Flokki.
3.flokkur fæddir 94-95. Má eiginlega segja að það var aldrei spuridng hvaða lið mundi vinna deildina. Bjarnar strákarnir byrjuð með látum með að rústa hinum liðunum í nánast öllum leikjunum. Svo þeir leikir sem voru spennandi voru aðalega á milli SR og SA. SR ingar voru ekki með sérstaklega sterkt lið í vetur en þeir fór vaxandi með hverjum leik og munði minstu að þeir hefðu unnir Björninn, man því miður ekki hvort þeir unnu SA.

2. flokkur
Allir ættu að vita að margir af strákunum í 2.flokks liðunum spila líka með meistaflokki, svo leikirnir þar eru valla lélegri en meistaraflokks leikirnir. SR-ingar náður sér valla á strik í þessum flokki, þeir unnu aðeins einn leik á tímabilinu. Svo baráttan var á milli SA og Björninn. Björninn var með yfirhöndina en þeir töpuðu einu sinni fyrir SA, en gerðu tvö jafntefli, en unnu þó vítakeppnina í báðum leikjunum. Seinasti leikurinn í deildinni fór t.d. í Vítakeppni. Það má samt segja að SR hafi misst sína bestu menn í liðinu því Pétur, Egill og Tómas fluttu allir út, en Egill snéri þó heim eftir áramót.

Meistaraflokkur Kvenna.
Í ár voru 3 lið í deildinni hjá konunum. Eitt frá birninum og tvö frá SA skipt í eldri og yngri. Það má segja að Bjarnar stelpurnar áttu deildina en þær unnu hana nokkuð örugglega. En þegar kom í úrslitakeppnina sameinuðust lið SA og unnu Íslandsmeistaratitilinn. Töpuðu þó fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í vítakeppni, en unnu hina tvo nokkuð örugglegalega.

Meistaraflokkur Karla.
Þetta er sá flokkur sem horft er mest á. Deildin þróaðist þannig að lið Bjarnaris töpuðu öllum leikjunum fram í desember nema einum og voru þá allir búnir að afskrifa þá til að komast í úrsltiakeppnina. En í desember gerðist eitthvað og byrjuðu þeir að vinna SA og SR nokkuð sannfærandi. SA liðið unnu deildina, þó að lítlu munaði. Eins og ég sagði voru allir búnir að afskrifa Bjarnar strákana en með mögnuðum lokakafla og sigur á SR 9-4 í seinasta leik deildarinnar. Úrslitakeppnin gat ekki verið meira spennadi og fór í 5 leiki og þar af fór leikur númer 3 í framlenginu og vítakeppni, þar sem Björninn hafði betur. SA vann 4 leik liðina og því oddaleikur á Akureyri. Etir fyrstu lotuna í fimmta leiknum leit allt út fyrir spennadi leik en það var eins og Bjarnarmenn gáfust upp bara og töpuðu 7-4 ef ég man rétt.

Jæja þá er þetta búið, ef það eitthvað rangt við þetta endilega comentið um þetta, hvernig haldið þið svo að næsta tíambil verði? Vitið þið eitthvað um leikmenn sem eru að fara hætta, flytja eða eitthvað? Komið með smá slúður hérna ;)