Peter Forsberg eða eins og svíarnir kalla hann Foppa, fæddist 20. Júlí 1973. Hann er einn af bestu íshokkí leikmönnum svía frá upphafi!

Í Svíþjóð

Þann 4. Mars 1990 spilaði Forsberg sinn fyrsta meistaflokks leik fyrir Modo í 1.deildini í svíþjóð, í þeim leik fékk hann fjórar brottvísanir og eina stoð. Þann 4. November sama ár spilaði hann fyrsata leikinn sinn í úrvaldsdeildinni í Svíþjóð. Tímabilið 1992-1993 endaði hann í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn í úrvaldsdeildinni aðeins 19 ára gamall. Tímabilið eftir var hann aðalmaður í Modo og kom þeim í úrslitakeppnina þar sem þeir töpuðu fyrir Malmö IF. Tímabilið eftir það fór hann í NHL.
Tímabilið 2004-2005 var hann kominn aftur í úrvaldsdeildina í Svíþjóð, vegna verkfalls í NHL. En þá var sænska deildin uppfyllt af stjörnum frá NHL, en var Forsberg var aðal nafnið og var fljótlega uppselt á alla leikina hanns. Þrátt fyrir stjörnufulla deild þá gerði hann 39 stig í 33 leikjum, en í janúar meiddist hann á fæti, hann gerði síðan endurkomu í úrslitakeppnini á móti Farjestad en meiddist aftur aðeins eftir nokkrar skiptingar.
Peter Forsberg hefur unnið allt það stærsta sem hægt er að vinna, nema sænsku úrvladsdeilina og hefur hann talað um að vilja enda ferilin sinn þar með gull.
Þann 30. Janúar 2009 var Forsberg kominn aftur í Modo treyj, það urðu þó aðeins tveir leikir á því tímabili, meiðslin komu aftur upp og varð hann að hætta. Tíambilið eftir var hann enþá í Modo, en aðeins eftir þrjá leiki tók hann sig pásu og hugsaði út í hokkí ferilin því mörg NHL lið höfðu áhuga á að fá hann, en eftir mikla umhugsun ákvað hann að vera umkyrrt í Svíþjóð.

NHL ferilinn

Eftir fjögur tímabil með Modo fór Forsberg í NHL og fór hann í Nodiques de Québec 1995. Rooki-tímabilið hans í NHL var klárt að hann var einn af þeim bestu í heiminum og átti bjartaframtíð fyrri sig. Hann endaði með 50 stig og var fyrstur svía til að vinna Calder Trophy sem ársins rooki 1995. Tímabilið eftir fluttist liðið hans til Denver og varð Colorado Avalanche. Þetta tíambil (1995-1996) var hann með 86 stoðsendingar og var þar með einn af bestu „playmakers“ í NHL og endaði með 116 stig allt í allt og varð fimmti stigahæstu leikmönnum NHL. Þegar Colorado vann sinn fyrsta stanley bikar var Forsberg einn af aðalmönnum og skoraði hann þrennu í öðrum úrslitaleiknum á móti Panthers aðeins á 10 mín.
Forsberg hélt áfram að spila frábærlega í NHL, en meiðslin fór síðan að hrjá honum og var það aðal vandamálið hans. Hann fór úr axlar lið en það kom í veg fyrir að hann spiliði á Ólempíuleikjunum í Salt Lake, hann meiddist einnig ílla hné í úrslitakeppninni árið 2001 en þá vann Colorado stanley bikarinn.
Tímabilið 2003-2004 gerði hann sitt allra besta tíambil og varð stigahæsti leikmaður deilarinnar og varð þar með fyrstur norðurlandabúa til að vinna þann bikar. Hann vann einnig verðlaunin sem meikilvægasti leikmaður deildarinnar.
Tímabilið eftir verkfallið var Forsberg kominn aftur í NHL og í þetta skipti var hann kominn í Philadelphia Flyers og byrjaði hann glæsilega með að vera í fyrsta sæti sem stigahæsti leikmaður, en þegar leið á tíambilið meiddist hann. Hann hann gerði nóg tils að vera fyriliði liðisins tíambilið 2006-2007. En það tíambil var algjör skita og 15. Febrúar 2007 var gékk hann til liðs við Nashvill Predators. Hann var það síðasta sem Nashvill, sem var í fysrata sæti í deildinni, þurfti tils að vinna stanley bikarinn en það fór eitthvað úrskeiðis og datt það út í fyrstu úrsltia-lotunni. Einnig gekk mjög ílla fyrir Forsborg hjá þeim því í öllum leikjunum sínum í NHL hafði hann verið með stig í hevrjum leik en hjá þeim átti hann til að fá ekkert stig.
Tíambilið 2007-2008 varð hann að draga sig í hlé frá hokkínu vega meiðsla í hné, en í febrúar 2008 skrifaði Forsberg undir samnig hjá gamla félaginu sínu Colorado og var hann með 14 stig í 9 leikjum áður en úrslitakeppnin hófst, en þá komu meðslin aftur en spilaði hann 7 af 10 leikjum í úrslitakeppnininni.

Landsliðið

Þann 12 apríl 1992 spilaði Forsberg fyrsta leikinn sinn með landsliðinu, en það var vináttuelikur á móti Rússum. Aðeins 16 dögum siðar spialði hann sinn fyrsata landsleik á stórmóti og var það á móti Pólverjum og gerði hann tvær stoðsendingar. Efitr lélegt gengi í riðlakeppninni enduðu þeir þó sem Heimsmeistarar og varð hann þá yngsti leikmaðurinn í sögu sænsks hokkí tils að vinna verðlaun með landsliðinu, en það met stóð til 2006 en þá kom Nicklas Backstorm. Árið 1993 vann hann til silvurverðlauna með landsliðinu.
Árið 1994 var Forsberg mættur með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Noregi. Svíar fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir mættu kanadamönnum sá leikur fór í vítakeppni og skoraði Forsberg sigurmarkið í þeim leik, en það var einstaklega flott (viss um að allir hafa séð það, þar sem hann sólar markmanninn út í eitt horn og skorar síðan með einni hendi á kylfunni). http://www.youtube.com/watch?v=KTtFmPZpoAI

Árið 1998 var í fyrsta skipti leyft að hafa NHL leikmenn á Ólympíuleikunum og auðvita var Forsberg með þá. Þeir duttu út í 8 liða úrslitum fyrir Finnum 2-1, sama ár duttu Colorado snemma úr Stanley úrlitunum og ákvað Forsberg að vera með Svíum á HM undir stjórn föðursíns, liðið vann HM og fékk Forberg verðlaun sem besti sóknarmaður mótsins.
Það gekk ílla hjá Colorado í úrsitakeppnunum árin 2003 og 2004 og Forsberg var því með Svíum bæði árin á HM, bæði skiptin unnu þau til silfur verðlauna. Það eftirminnilegata frá þessum tvem mótum er þegar svíar voru 5-1 undir á móti finnum í 8 liða úrslitum en Svíar snéru dæminu við og unnu 6-5 og skoraði Forsberg 2 mörk.
Árið 2006 var komið að Ólympíuleikunum og var óvíst hvort Forsberg gæti verið með vegna meiðsla á hné. Hann ákvað að fljúga með út og spilaði fyrstu tvo leikina og eftir það var það komið á hreint hann var kominn tils að vera, strax í fyrstu sókninni sinni bjó hann til mark fyrir Svía og átti hann eftir að leggja upp mun fleiri mörk þegar leið á mótið. Hann bjó til mark í undanúrslitunum á móti Tjekkum og síðan í úrslitaleiknum vann forsberg pökkinn skautaði inn gaf aftur fyrir sig á, Mats Sundin tók við honum og framlengdi snedinguna á Nicklas Lidstörm sem skaut pekkinum beint í markið og þá var annað Ólympíu gulluið hanns Forsberg komið í hús.
7 nóvember spilaði Forsberg sinn 100 A-landliðs leik og er núna í liði Svía sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Kanad og verður þetta fjórðu leikarnir sem hann tekur þátt í.

Takk fyrir mig, afsakið stafsetningar! Endilega comenta