Landsliðið. þar sem þetta er nú ekkert aktífasta áhugamálið hérna á huga er ég að reyna að vera svolítið virkur og datt mér í hug að henda sama samatekt um karlalandsliðið þetta árið.

Karlalandsliðið spilaði í annari deild þetta árið og voru mótherjarnir Nýja Sjáland, Mexíkó, Spánn, Kína og Ástralía
Þetta er hópurinn sem fór til Ástralíu:
Markmenn
Dennis Hedström
Ómar Smári Skúlason

Varnarmenn
Birkir Árnason
Björn Már Jakobsson
Kári Valsson
Ingvar Þór Jónsson
Guðmundur Björgvinsson
Þórhallur Viðarsson
Orri Blöndal

Sóknarmenn
Jón Gíslason
Emil Alengard
Daniel Ericsson
Robin Hedström
Jónas Breki Magnússon
Daði Örn Heimisson
Birgir Hansen
Stefán Hrafnsson
Gunnar Guðmundsson
Steinar Grettisson
Úlfar Jón Andrésson
Þorsteinn Björnsson
Steinar Páll Veigarsson
Trausti Bergmann

Það var mikill munur fyrir íslenska liðið að fá þá Dennis og Robin í liðið og var Robin áberandi í markaskorun hjá okkur og Dennis með frábæra tölfræði útúr markvörðslunni á þessu móti og var hann með hæstu markvörðslu prósentuna af markmönnunum.

Fyrsti leikur liðsins var gegn Nýja Sjálandi og unnu okkar menn hann 6-3
mörk íslands:
Emil Alengard 1/2
Daði Heimisson 1/0
Jón Gíslason 1/
Jónas Breki Magnússon 1/0
Steinar Grettisson 1/0
Stefán Hrafnsson 1/0
Robin Hedström 0/1
Birkir Árnason 0/1
Ingvar Jónsson 0/1

næsti leikurinn var gegn Kína og tapaðist hann naumlega 5-4 en eftir venjulegann leiktíma var staðan 4-4 og var því bráðabani og svo vítakeppni sem Kínverjarnir unnu og hirtu því 2 af stigunum 3
mörk Íslands skoruðu :
Robin Hedström 3/0
Birgir Hansen 1/0
Emil Alengard 0/2
Daniel Ericsson 0/1
Jónas Breki Magnússon 0/1

þriðji leikur mótsins var gegn Spáni og tapaðist hann 3-4.
Mörk Íslenska liðsins skoruðu eftirtaldir :
Daníel Ericsson 1/1
Stefán Hrafnsson 1/0
Emil Alengard 0/1
Jón Gíslason 0/1
Jónas Breki Magnússon 0/1
Fjórði og næst síðasti leikurinn var gegn heima mönnunum eða Áströlum og fór hann 0-3 okkur í óvil.
Mörk Íslands voru engin í þessum leik.

Síðasti leikurinn var á móti Mexíkómönnum og við töpuðum honum 4-6.
Þeir sem skoruðu í þessum leik voru þeir :
Jónas Breki Magnússon 2/0
Birgir Hansen 1/0
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Steinar Grettison 0/1
Jón Gíslason 0/1

Þar sem þeir unnu nýja sjáland lentu þeir í 5 sæti af 6 og hélu sér í 2 deild, þannig að nú er bara um að gera að gera enn betur á næsta ári og byggja upp góðann landsliðshóp en þarna mátti sjá öflugann nýliðahóp (rookies) en þar má nefna Hedström bræðurna,Gunnar Guðmundsson og Trausta Bergmann.

þá er þetta komið gott en þetta var bara lauslega farið yfir úrslit og markaskorun íslenska liðsins en ég setti ekki inn neinar aðrar stoðsendingar (second assist). Vonandi að einhverjir fleiri fari að verða aktífir hjérna en það er um að gera að byggja upp skemmtilegt áhugamál.

Takk fyrir mig.