3 leikja bann fyrir slagsmál! Ég hef aldrei fylgst með íshokkí og veit lítið sem ekkert um þá iþrótt þá verð ég samt að skrifa smá um atvik seinustu daga.

Eins og þeir sem stunda áhugamál kannski vita þá voru allhressileg slagsmál í leik Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins sem súmum má líkja við líkamsárásir. Þeir sem sáu þetta ekki fara á ruv.is og finna seinasta helgarsport. Þetta virðist hafa hafist þegar einhverjir tveir leikmenn, anar hér Bobic held ég, og annar íslenskur að nafni Brynjar Freyr Þórðarson lentu saman. Brynjar fékk högg á hnakkann og skautaði í burtu haldandi um hnakkann, kemur aftur og lumbrar svaðalega á Bobic. Dómararnir réðu ekkert við manninn sem virðist hafa snappað og lét höggin dynja á Bobic. Okei þú fékkst högg á hnakkann. SÓ, taktu því eins og maður og gefðu honum olnbogaskot seinna í leiknum þegar dómararnir horfa ekki á (ég er ekki að hvetja til óíþróttamannlegrar hegðunar en maður borgar til baka) en ekki vaða í hann eins og naut. Allavega þetta var engin smá árás enda var hann rekinn af velli en þessum skrípaleik var ekki lokið því það voru 2 ef ekki 3 slagsmál til viðbótar í leikunm og 1 handalögmál svipað þessu atviki sem ég nefndi og menn voru alblóðugir.

Nú kemur það svo í fréttunum að Brynjar, ásamt öðrum leikmanni sem ég man ekki nafnið á að þeir fengu 3 leikja bann. 3 LEIKJA BANN eru þeir að grínast, þetta var líkamsárás og hann fær 3 leikja bann. Þetta er greinilega stuðullinn eftir “margföldunarkerfið” sem þeir virðast nota þarna í Hokkísambandinu. Hann er örugglega hlæjandi heima hjá sér as we speak yfir þessum dómi enda er þetta skandall. Svona verðskuldar langt bann, þá meina ég langt. Það er síðan spurning hvort lögreglan taki þetta mál upp á borð hjá sér og skoði það vandlega…

Myndin er ekki úr leiknum ef einhver var að pæla í því.