Jæja þá er skautaskólinn hjá skautafélagi Reykjavíkur byrjaður. Hann byrjaði vel á þriðjudaginn og er fram í næstu viku fyrir þá sem eru áhugasamir á að fá smá forskot.
Það erum mjög góðir þjálfarar að þjálfa þetta árið, við erum með Ed, sem verður að þjálfa SR í vetur, svo kom hann með hjón með sér sem eru bæði mjög góð á sínum sviðum. Konan er listskautari og er ein af þeim bestu í kanada. Er búin að vera að þjálfa í 25 ár skauta. Hún sér um POWER SKATING á ísnum en maðurinn hennar sér um alla þrekþjálfun fyrir utan ísinn og teyju æfingar. Þetta er allt það besta sem hægt er að fá til að koma sér af stað eftir sumarið.
Vonandi sér maður fleiri stráka á ísnum í næstu viku. En yngri strákarnir eru á morgnanna frá kl. hálf níu til hálf eitt og svo eru eldri strákarnir sem eru 3.flokkur og uppúr á ísnum frá kl. hálf sjö til átta, og teyjur eftir á.
Endilega eins margir og geta láta sjá sig.