Mér finnst þessi deild sem að við meistaraflokks menn spilum í ansi furðuleg og hún hættir aldrei að koma mér á óvart.

Það eru 3 lið hérna og aðeins eitt stefnir á Íslandsmeistara titilinn með fullri hörku hinum er annaðhvort drullu sama eða væri alveg til í að vera íslandsmeistari en myndi samt ekki fórna nokkrum marblettum og sársauka í þennann titil og síðan eru nokkrir sem að gera allt til að vinna en þurfa að ganga út af ísnum með tárinn í augunum eftir niðurlægingu rauðu risana og það oftar enn einu sinni eða 9 sinnum.

Ég er ekki að segja að þeir sem að eru ekki tilbúinir að fórna sínum pungi fyrir framan markið eru ræflar, alls ekki, þeir þurfa jú að borga helling fyrir að spila og ég meina HELLING og svo líka að ef þeir meiðast t.d missa tennur að þá þurfa þeir að borga það úr eiginn vasa og öll önnur meiðsli sem að koma upp. Þannig að það er ákveðið markmið sem að sumir menn hafa í leiknum er að sleppa úr þessari hættu för ó skaddaður.

Mér finnst að það ætti ekki að vera nein skömm í því að vera með grind eða punghlíf fyrir munninn út af því að það er svo dýrt að fá falskar tennur að menn geta ekki gefið sig 100% í leikinn og svo eru menn ekki oft nógu þroskaðir til að halda kylfum, hnjám og olnbogum frá því að taka menn út.

Munurinn á mönnum er líka oft svakalegur. Sumir geta ekki tekið á móti sendingu sama hvað þeir reyna á meðan aðrir eru fyrrverandi atvinnumenn sem geta gert nákvæmlega það sem þeim sýnist.

Mér finnst þessi deild líka afar óspennandi og það finnst líka mörgum. Þegar að ég stóð á línunni og horfði á SA leikmenn lyfta sínum bikar sem að þeir eru búnir að einoka í hundrað ár sá ég ekki mikla gleði enginn lyfti bikarnum öskrandi nema fyrirliðinn sem hefur alltaf unnið og þjálfarinn sem hefur aldrei unnið. Þeim finnst gaman að vinna, það er ekki spurning, en með svona lítilli mótspyrnu er þetta leiðinlegt HUNDLEIÐINLEGT.

Er ekki kominn tími til að fjölga liðunum þá í meistaraflokki og búa til ný lið á Akureyri, Grafarvogi og Laugardal það myndi alldeilis hrista upp í hokkíi á íslandi því að þá myndu þeir sem að þurfa að sitja á bekknum og þeir sem að fá ekkert að spila sjéns.

Gulli mölla djöfull