Úrslit leikja U-18 á HM Í fyrradag (2.apríl) spiluðu Íslendingar við Ungverja og endaði sá leikur 13-4 fyrir Ungverjum, sem er minna tap en ég bjóst við (ekki það að ég viti eitthvað um Ungverja).


Fyrsta period'a, 2– 4 fyrir Ungverjum:

3:39 - Skoruðu Ungverjar sitt fyrsta mark og var það Vikor Papp.(0-1)

4:50 - Skoruðu Íslendingar jöfnunarmark og var það Gauti Þormóðsson eftir stoðsendingu Birkis Arnarsonar. (1-1)

5:12 - Skoraði Viktor Papp sitt annað mark (1-2)

6:13 - Skoraði Patrik Szajbert fyrir Ungverja (1-3)

8:10 - Skoraði Akos Berta fyrir Ungverja (1-4)

13:16 - Minnkaði Karl Erik Daniel Ericsson muninn fyrir Íslendingar eftir stoðsendingu frá Gauta Þormóðssyni. (2-4)


Önnur period'a, 2-3, fyrir Ungverjum:

27:19 - Skoraði Patrik Szajbert sitt annað mark (2-5)

28:08 - Skoraði Denes Dano (2-6)

29:01 - Minnkaði Kolbeinn Sveinbjarnarson muninn fyrir Íslendinga (3-6)

34:11 - Skoraði Erik Major fyrir Ungverja (3-7)

35:10 - Var Karl Erik Daniel Ericssyni vísað í sturtu eftir að hann hlaut annann 10 mínútna misconduct dóm sinn í leiknum.

39:28 - Skoraði Þórhallur Viðarsson, eftir stoðsendingu frá Jóni Inga Hallgrímssyni (4-7)

Þriðja period'a, 0-6:

41:23 - Skoraði Robert Mekler fyrir Ungverja (4-8)

44:46 - Skoraði David Jobb (4-9)

50:35 - Skoraði Zsolt Azari (4-10)

51:29 – Skoraði Patrik Szajbert sitt þriðja mark (4-11)

54:38 - Skoraði Erik Major sitt annað mark fyrir Ungverja (4-12)

56:18 - Skoraði Zsolt Kiraly (4-13)


Eins og sjá má byrjaði Íslendingum að ganga mjög illa eftir að Daniel Ericssyni var reikinn útaf, skoruðu einungis eitt mark á móti sex Ungverja mörkum.





Í gær (3.apríl) var seinasti leikur Íslendinga að klárast, hann var á móti Spánverjum.
Hann endaði 9-5 fyrir Spánverjum, eftir að Íslendingar komust m.a. í 4-2. En eftir fyrstu periodu var staðan 4-2 fyrir Íslendingum. Eftir aðra periodu var staðan 6-5 fyrir Spánverjum. Svo í seinustu periodunni skorðu Spánverjar 3 mörk og Íslendingar ekkert. Þetta kom mér dálítið á óvart því ég hélt að Íslendingar myndu taka þenna leik, því þeir unnu Belga 4-3, meðan Spánn vs Belgía endaði 3-3. En það er greinilegt að þegar í svona leik er komið þá gilda fyrri úrslit ekkert.

En gangur leiksins var svona:



Fyrsta period’a, 4-2 fyrir Íslendingum:

3:39 – Kom Patrik Ericsson Íslendingur í 1-0 eftir stoðsendingu frá Gauta Þormóðssyni (1-0)

7:42 – Skoraði Jose Gavilanes jöfnunarmark þeirra Spánverja (1-1)

11:19 – Skoraði Karl Erik Daniel Ericsson mark fyrir Íslendingar eftir stoðsendingu frá bróðir sínum Patrick Ericsson og Gauta Þormóðssyni (2-1)

12:56 – Jafnaði Pablo Munoz fyrir Spánverja (2-2)

15:20 – Skoraði Karl Erik Daniel Ericsson sitt annað mark fyrir Íslendinga (3-2)

18:15 – Skoraði Karl Erik Daniel Ericsson sitt þriðja mark, eftir þriðju stoðsending Gauta (4-2)


Önnur period’a, 1-4 fyrir Spánverjum:

21:10 – Skoraði Juan Brabo (4-3)

22:10 – Jafnaði Jose Gavilanes leikinn með sínu öðru marki (4-4)

24:25 – Kom Jose Gavilanes Spánverjum yfir í fyrsta skiptið í leiknum, með sínu þriðja marki (4-5)

30:04 – Jafnaði Karl Erik Daniel Ericsson leikinn fyrir Íslendinga, með sínu fjórða marki (5-5)

34:45 – Kom Desiderio Perez Spánverjum yfir (5-6)


Þriðja period’a, 0-3 fyrir Spánverjum:

44:36 – Skoraði Jose Gavilanes sitt fjórða mark og (5-7)

52:53 – Skoraði Jose Gavilanes sitt fimmta mark (5-8)

57:46 – Skoraði Desiderio Perez seinasta mark leiksins (5-9)




Þar með er öllum leikjum Íslendinga lokið og enduðu þeir svona:

0-21 vs Úkraína

1-11 vs Holland (Karl Erik Daniel Ericsson)

4-3 vs Belgía (3 - Karl Erik Daniel Ericsson og Gauti Þormóðsson 1)

4-13 vs Ungverjaland (Gauti Þormóðsson, Karl Erik Daniel Ericsson, Kolbeinn Sveinbjarnarson og Þórhallur Viðarsson)

5-9 vs Spánn (4 – Karl Erik Daniel Ericsson og Patrick Ericsson 1)


Riðillinn endaði:

1.Úkraína……..10
2.Ungverjaland…7
3.Holland. …….7
4.Spánn……….3
5.Ísland………2
6.Bel gía………1


Að lokum vill ég bara óska öllum leikmönnum Íslendinga til hamingju með fínan árangur!



Heimildir: http://iihf.com/hydra/tournaments/output/W18IIA/
_____________________________________________________________________