Íshokkí var fundið upp um miðja 19. öld úr svonefndum Lacrosse leik Indjána. Breskir hermenn breiddu það svo út um Kanada og fleiri lönd og gerðu íþróttina vinsæla þar. Í fyrstu íshokkíleikjunum voru allt að 30 manns í hvoru liði og steinar, frystir í hvorn enda vallarins, hafðir fyrir mörk. Pökkurinn, harðgúmmíplatan sem leikið er með í dag, var fyrst notaður svo vitað sé í Kingston Harbour í Ontario, Kanada, árið 1860.
Fyrsta landssambandið, Amateur Hockey Association (AHA), var stofnað í Montreal árið 1885, leikmönnum var fækkað í sjö í hverju liði og fyrsta deildin var stofnsett sama ár í Kingston. Fjögur lið kepptu og varð háskólaliðið Queen’s University fyrsti deildarmeistarinn. Árið 1893 gaf ríkisstjóri Kanada, Stanley lávarður, bikar sem kanadísk lið skyldu keppa um. Þetta var hinn frægi Stanley-bikar, Stanley Cup sem ennþá er keppt um í dag af kanadískum og bandarískum liðum, en fyrsta liðið til að vinna hann var Montreal Amateur Athletic Association, veturinn 1893-94. Fyrst voru þetta allt áhugamannalið en árið 1903 var fyrsta atvinnumannaliðið stofnað.Við upphaf 20. aldar var fyrst byrjað að framleiða hlífar fyrir íshokkí og margar skautahallir voru reistar um allt austanvert Kanada.
The National Hockey League, NHL, var stofnað árið 1917. Núna spila flestir atvinnumenn í NHL og fá borguð himinhá laun fyrir það. Leikirnir er sjónvarpaðir í flestum vestrænum löndum en áhuginn fyrir íshokkí hefur ekki náð alminnilega til íslands. Margir íshokkíspilarar eru meðal hæst launuðu íþróttamönnum í heiminum.