Halló,
Heyrst hefur að kvennalið Bjarnarins hafi gefið síðustu tvo leiki af sex leikjum í íslandsmótinu! Sex leikir er nú ekki það stóra að spila, yngri flokkarnir spila sex leiki á einni helgi ég meina “komm on”. Við ættum bara að vera þakklátar fyrir að fá svona mikinn ístíma og níta allan þann tíma sem við fáum.
Þvílík VANVIRÐING VIÐ ÍSLANDSMEISTARA TITILINN OG VIÐ FÓLKIÐ SEM STENDUR Á BAKVIÐ ALLT HJÁ OKKUR, redda dómurum og ístíma svo eitthvað sé nefnt!

Þetta er ekki búið fyrr en feita konan hefur sungið sitt síðasta.

Hvað er málið með kvennaflokk bjarnarins í þessari íþróttagrein íshokkíi. ER NÁKVÆMLEGA ENGINN ÁHUGI FYRIR HENDI AÐ ÞEIRRA HÁLFU? Maður spyr sig til hvers stelpurnar séu í þessu! Er ekki markmiðið að spila sem flesta leiki og fá sem mesta reynslu og þá kannski er fótur fyrir landsliði kvenna sem getur þá farið á erlenda grund og spilað við önnur lið.

Ég held að einhverjir þurfi að athuga sinn gang og sýna smá virðingu við fólkið sem stendur á bak við íþróttina sem og HITT LIÐIÐ.