“Úrskurður Aganefndar
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur “Brottvísun úr leik” eða þyngri refsingu
Samkvæmt skýrslu dómara eru áverkar þeir sem leikmaður SA nr. 13 fékk bein afleiðing af broti leikmanns Bjarnarins nr. 24.
Það er álit aganefndar að um hafi verið að ræða óviljaverk. Það breytir þó ekki því að leikmaður er ábyrgur fyrir að halda kylfu sinni fyrir neðan axlarhæð mótherja.
Leikmaður Bjarnarins Sergei Zak er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í mfl. flokki. ”

Og reglan sem þeir eru að fara eftir er svo hljóðandi.:

530 – HÁ KYLFA (HIGH STICKING)
Hinsvegar ef háa kylfan sem orsakaði meiðsli mótherja var augljóslega óviljandi of há,
skal leikmaðurinn sem braut af sér hljóta -
Tvöfaldan litla dóm (2+2 mín)

Tökum eftir úrskurðinum hjá Aganefnd “Það er álit aganefndar að um hafi verið að ræða óviljaverk.” Reglan segir til um að óvilja verk gefi bara 2+2, þannig að Dómari leiksins var ekki bara að reka hann úr leiknum ranglega heldur er aganefnin að dæma ekki eftir reglunum.

Hvað er þetta annað en óvild í garðs Sergeis.

Aganefnd er eingöngu að fara eftir eigin persónulegu skoðunum, í staðin fyrir að fara eftir reglum IHI og IIHF.

Hver var munurinn á milli þessa brota:

“Leikmaður SA nr. 9, Clark McCormick fékk “Stóra-dóm” og “Leikdóm (MP)” fyrir endastungu á 30. mín.”
Úrskurður Aganefndar: 1 leikur í bann.

og

“Leikmaður SA nr. 7 Einar Guðni Valentine fékk Stóra-dóm og Leikdóm (MP) fyrir blaðstungu á 49. mín.”
Úrskurður Aganefndar: 2 lekir bann

Hvorugur leikmaðurinn slasast í leikjunum sem verða fyrir brotunum.
Greinilega er annar leikmaðurinn mikilvægari fyrir liði og fær ekki nema 1 leik í leikbann, í mínum huga eru eru báðir endar kylfunnar jafn slæmir.
Hvar er samræmi í úthlutun leikdóma hjá Aganefnd, er þetta eingöngu geðþótta ákvarðanir hjá Magnúsi E. Finnsyni.
Ég get ekki séð að þessi maður sé hæfur til starfa fyrir IHI og til staðfestingar nefni ég dæmi þar sem leikmaður SA Crosscheckar leikmann Bjarnarins mjög harkalega í bakið og lá leikmaðurinn eftir slasaður, en Magnús E Finnsson stóð við hliðina á atvikinu og klappað SA manninum lof í lófa fyrir að meiða Bjarnarmanninn.
Það var ekki fyrr en að Jan Stolpe skammaði hann eins og lítinn krakka, þá þagnaði hann.


———————————–
Afhverf u fær Rúnar ekki fleiri leiki í leikbann þar sem hann fer í Sergei með það einna að leiðarljósi að reyna slasa hann, hann á að vita betur sem einn af aðaldómurum deildarinnar. Til staðfestingar á þvi hvað hann ætlaði sér, þetta eru hans eigin orð: “Og ef að menn verðskulda ekki að vera lamdir fyrir svona ljót brot þá veit ég ekki hvað.”
Og þetta á að heita einn af okkar aðaldómurum deildarinnar.
Ég tel það að hann sé búinn að skrifa undir vanhæfni sína sem dómari í deildinni.

Þetta eru einnig merki um það hversu lauslega á að taka á agabrotum SA manna þar sem Magnús E Finnson Sa maður er formaður Aganefndar leggur til við hinn nefdarmannin.

Aganefndin er óstarfhæf þar sem Bjarni Grímsson sagði sig úr nefndinni í byrjun leiktímabils og hafa þeir ekki tekið það gilt að hann vilji ekki starfa með þeim. Sínir það virðingaleysi og getu leysi IHI að klára ekki þessi mál með að tilnefna annan í hans stað til að gera nefndina löglega. Heldu vaða þeir áfram með yfirgangi og frekju.

Ég get ekki séð það að IHI hafi gert nokkur skapaðan hlut til að bæta hokkíið hér á landi þrátt fyrir sviksamlega yfirtöku Viðars Garðars og Félaga. Með loforðum um að betur yrði staðið að málum þessa tímabils. Og hafa þeir félagar lagt Björninn í einhelti síðastliðið núverandi tímabil og er þetta enn einn skrautfjöðurinn í hattin hjá þeim.

Ekki hafa þeir fylgt eftir umtalaðasta málefni íþróttarinnar, Dómaramálefnin.
Til dæmis eru aldrei eftirlitsdómarar á leikjunum, það var haldið eitt dómarnámsk. Í byrjun tímbils og hefur ekkert spurst til framhalds eða upprifunarnámsk. Til að viðhalda þekkingu dómara.

Til hamingju með þetta skautafólk.