Hvernig stendur á því að leikmenn Bjarnarins skuli einfaldlega fá að spila hokkí? Ég verð að segja að ég er svolítið forvitinn að vita hvernig æfingar fara fram hjá þessu skautafélagi.
Staðreyndin er sú að í hvert einasta skipti sem meistaraflokkslið Bjarnarins á leik við hin skautafélögin virðist leikurinn alltaf fara á þann veg að Bjarnar“menn” fara að brjóta óþarflega á andstæðingum eins og þeir myndu fá einhver aukastig fyrir slíkt. Hafa leikmenn Bjarnarins ekki þol til að endast út leikinn? Hafa þeir ekki þroska til að fara eftir reglunum?
Auðvitað er það vitað að menn brjóta af sér í þessarri íþrótt, fáir eru saklausir í þessum málum, en það er eitt að fá á sig brot í baráttu um pökkinn og annað þegar menn vísvitandi skalla andstæðinginn, lemja hann með kylfu, sparka og síðast en ekki síst ráðast á andlitið á mönnum sem kjósa að spila ekki með grind.
Í síðasta leik Bjarnarins og SA var Sigurður Sigurðsson “crosscheck'aður” í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnar, kinnbeinsbrotnar og svo þurfti að sauma um 16 spor í andlitið á honum.
“Hetjan” sem olli þessu var enginn annar en unglingalandsliðsþjálfarinn og meistaraflokksþjálfarinn Sergei Zak. GÓÐ FYRIRMYND FYRIR YNGRI LEIKMENN BJARNARINS… eða ekki.
Maðurinn er mjög góður leikmaður… sennilega með þeim betri á landinu, þar af leiðandi hefur hann enga afsökun fyrir athæfi sitt í sl. leik liðanna. Hann á, sem leikmaður, að geta haft það góða stjórn á kylfunni að “slys” sem þetta eigi sér ekki stað. Ég get því ekki séð annað en að þetta hafi verið viljaverk.
Ég vil einnig meina að spilamennska eins og þessi sé einmitt útskýring á skelfilega lélegu gengi liðsins í mörg ár.
Ég vona að þeir sem einhverju stjórna hjá Birninum fari að gera eitthvað í sínum málum til að fá betri árangur hjá liðinu þannig að leikirnir verði skemmtilegri og spilaðir af meiri fagmennsku.