Skautafélag Reykjavíkur er eitt elsta íþróttafélag landsins en það hefur starfað með hléum frá árinu 1873. Innan félagsins er m.a. starfrækt íshókki deild með þróttmiklu barna- og unglingar starfi. Heimavöllur SR er Skautahöllinn í Laugardal. Þar eru einnig skrifstofur þess og félagsaðstaða.

Allir byrjendur í íshokkí byrja í Skautaskóla SR:
Allir nýliðar í íshokkídeildini byrja fyrst í skautaskólanum. Þar eru m.a. undirstöðuatriði skautaiðkendur kennd(skauta áfram, bakka, beygja, skransa (stöðva), kylfutækni os.frv.). Þegar þessum undirstöðuatriðum hefur verið náð að mati kennara fær nýliðinn að byrja íshokkíæfingar af fullum krafti í sínum flokki. Í viðurkenningarskyni fær hann nýja íshokkí kylfu frá deildini. Fyrir skautaskólan þarf maður SKAUTA (má fá þá leigða hjá höllini). Helgi Páll Þórisson hefur umsjón yfir skólanum.
Nánar á http://www.skautafelag.is.

http://ww w.skautafelag.is:
Á heimasíðu SR má m.a. nálgast upplýsingar um starfsemina, þjálfara, flokka, æfingatöflur, dagsskrá vetrarins og skiptimarkað. Ennfremur er þar reglulega birtar fréttir úr heimi íshokkís, innannlands sem utan. Allar fyrirspurnir fara á netfangið sr@skautafelag.is.

Þjálfarar SR í íshokkí:
Aðalþjálfari er Peter Bolin frá Svíþjóð, margreyndur íshokkíleikmaður og barna- unglingarþjálfari ásamt því að vera með próf í uppeldisfræði. Honum til aðstoðar eru nokkrir íslenskir og finnskir þjálfarar ásamt leikmönnum úr Meistaraflokk.

Er íshokkí kannski íþróttagrein sem hentar þér sérstaklega?

Ert þú kanski ekki vanur að skauta en vilt gjarnar prófa?

Langar þig að prófa vetraríþróttina sem er svo vinsæl í nágrannalöndum okkar?

Skautaskóli SR gæti gert þér fyrstu sporin léttari!

Komdu í Skautahöllina í Laugardal!!