NHL: Calgary Flames brenna Flyers í framlengingu. Calgary Flames - 3 (OT)
Philadelphia FLyers - 2 (Heimalið)

Já, þeim í Philadelphia gengur ekki vel þessa dagana, eftir frábæra byrjun í deildinni fyrr á árinu hafa þeir nú misst sig alveg og tapað seinustu tveimur leikjum sínum, fyrst nú um daginn á móti NJ Devils, 2-0 var staðan í þeim leik, og nú í gær, 3-2 í framlengdum leik á móti fersku liði Calgary, en liðið hefur ekki tapað nema tveimur af þeirra níu seinustu leikjum ( 6-2-1). Greinilegt að Flyers verða að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik.

Hin öflugi framherji í liði Calgary, Jarome Iginla opnaði stöðuna fyrir lið sitt með að koma pekkinum fallega framhjá Jeff Hackett í marki Flyers, markið kom á aðeins þriðju mínútu fyrsta leikhluta. Þetta gerði hann eftir að hafa fengið sendingu frá hinum nýfengna Kriztof Oliwa.
Staðan orðin 1-0 eftir þrjár mínútur í fyrsta leikhluta.

Flyers neituðu að gefa neitt eftir þrátt fyrir markið, og þegar fimmtán æsispennandi mínútur voru liðnar frá marki Iginla náði Jeremy Roenick með þrautseiglu að skora jöfnunarmark fyrir lið sitt, stoðsendingarnar áttu þeir Mark Recchi og Eric Weinrich.
Staðan 1-1 eftir fyrsta leikhluta.

Eftir markið voru Flyers'menn orðnir heitir og sóttu harðar og harðar að marki Flames, og þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni leikhluta tók Jonh Leclair af skarðið fyrir Flyers og skoraði annað mark liðs síns í leiknum og kom því yfir.
Staðan orðin 2-1 fimm mínútur í seinni leikhluta.

Eftir annað markið voru Flyers nánast óstöðvandi, þeir sóttu stanslaust að marki Flames í því sem var eftir af öðrum leikhluta og svo einnig í þeim þriðja, Flames fékk á sig 37 skot alls í leiknum og er það eiginlega að þakka markmanni Flames, Miikka Kiprusoff að þeir urðu efstir á blaði þetta kvöldið.

En þrátt fyrir stórsóknir Flyers hvað eftir annað náðu Flames að jafna leikinn í þriðja leikhluta, þeir fengu eiginlega aðeins eitt gott færi á marki í leikhlutanum en þeir nýttu það sem skildi. Jöfnunarmarkið góða gerði Dean McAmmond á tíundu mínútu þriðja leikhluta.
Staðan hélst óbreytt út leikhlutann og staðan er 2-2 þegar stigið er til framlengingar.

Flyers virtust einbeittir í að sigra þegar þeir komu inn á ísinn, þeir byrjuðu að krafti og voru með rosalegann sóknarleik, en hvað sem gerðist lét Kiprusoff pökkinn ekki framhjá sér fara, og á fimmtu mínútu framlengingar skoraði Dean McAmmond annað mark sitt, þriðja mark liðs síns og gullmarkið sem tryggði Calgary Flames sigur í viðureign sem gaf frá sér gæsahúð á alla kanta…

Nokkuð var um refsingar í leiknum, en alls voru fimmtíu mínútur gefnar á bæði lið í leiknum, 32 mínútur á leikmenn Flames, en 18 á Flyers.

Þrátt fyrir tapið eru Flyers alls ekki í slæmri stöðu í deildinni, þeir eru efstir í Atlantic deildinni með 44. stig, og þar með deila þeir fyrsta/öðru sætinu í Austur deildinni með Toronto.
Calgary hinsvegar sitja í þriðja sæti í NorðVestur deildinni með 35. stig og þar með í sjötta sæti í Vestur deildinni.

Þrjár stjörnur leiksins:

3 - Jarome Iginla, Calgary Flames, eitt mark.
2 - Jeremy Roenick, Philadelphia Flyers, eitt mark.
1 - Dean McAmmond, Calgary Flames, tvö mörk, þar af eitt
gullmark, bjargaði liði sínu alveg.
…hann var dvergur í röngum félagsskap