Ég held að það megi fullyrða að engin íþrótt á Íslandi seé ver sett með þjálfara en íshokkí. Öll liðin sem taka þátt í íslandsmótinu eru með erlenda þjálfara og borga auðvitað haug af peningum fyrir þá. Svona hefur þetta verið undanfarin ár, allt frá því að Heiðar Ingi þjálfaði S.R. fyrir nokkrum árum.

Það sem verra er þá eru þessir aðkeyptu menn yfirleitt ekki þjálfarar heldur fyrrverandi leikmenn og oftar en ekki fengnir til að spila með liðunum frekar en að einbeita sér að þjálfuninni og liðsstjórn.

Í framtíðinni vildi ég sjá meiri peningum varið í að styrkja íslenska stráka til þess að læra þjálfun og byggja íþróttina upp hér heima, ekki bara moka fé út úr landinu, eða er kanski enginn áhugi hjá hokkímönnum á Íslandi til að leggja lagt þetta fyrir sig?

Er engann sem langar að læra meira og miðla þekkingunni, geta unnið við sportið og vera öllum stundum á svellinu?

Ég vil ekki gera lítið úr þeim strákum sem eru að þjálfa nú þegar yngri flokka sinna félaga, en er ekki réttlát krafa foreldra að börnin fái þjálfara sem vita hvað þeir eru að gera.

Hægt er að byrja hér heima, ÍSÍ heldur reglulega þjálfaranámskeið sem fara í grunnatriði við þjálfun, ég reikna með og vona að einhverjir hafi sótt þessi námskeið og lært eitthvað af þeim, en betur má ef duga skal og þekkingin liggur erlendis í skólum og í markvissum námskeiðum sem iðulega eru haldin í nágrannalöndunum, einhverjir fóru út í sumar en ég veit ekki hvort einhverjir hafi farið á þjálfaranámskeið.

Er menn virkilega ánægðir með stöðuna á hokkíinu eins og hún er í dag, vilja menn ekki sjá framfarir?

Ég veit alveg hvað ég vil hvað segja Hugarar um málið?

massi