NHL: Detroit byrja vel, leggja Kings í leik #1. Detroit Red Wings - 3
Los Angeles Kings - 2

Já, NHL er hafið ásamt öllu tilheyrandi og í gærkvöldi byrjuðu liðin Detroit Red
Wings og Los Angeles Kings sína leiktíð í rosalegum leik á Joe-Lois Arena, heimavelli Detroit.

Detroit var öflugara liðið mest af, tók mörg skot á mark og var leikurinn einstefna á tíðum. Þrátt fyrir það var hinn nýfengni gullkálfur í marki Los Angeles, Roman Cechmanek á nálum allan tíman og varði 35 af þeim 38 skotum sem hann fékk á sig, ef ekki fyrir hans sakir hefði tap Kings örugglega verið stærra.
Hinsvegar er greinilegt að Cechmanek passar vel inn í Kings liðið og maður má búast við miklu frá honum í vetur, kannski eimmitt stykkið sem vantar í lið Kings?

Múrveggurinn Dominik Hasek er snúinn aftur í sitt gamla lið og leikurinn í gær var hans fyrsti síðan 13. júní 2oo2, en í þeim leik tryggði Detroit sér Stanley-Bikarinn. Hasek átti góðan leik í gær, hann fékk á sig 23 skot og af þeim varði hann 21.

Fyrsta mark leiksins var ekki lengi á leiðinni, eftir fallegan undirbúning frá Brett Hull og Pavel Datsyuk náði Jiri Fischer að koma pekkinum framhjá Cechmanek og skora fyrsta mark leiksins og jafnframt fyrsta mark liðsins á leiktíðinni.
Staðan 1-0 fyrir Detroit og tíu mínútur búnar af leiknum.

Engin fleiri mörk urðu í fyrri leikhluta, en í þeim seinni komu Kings endurnærðir til leiks og eftir aðeins tólf mínútur náði Eric Belanger að skora á Hasek eftir sendingu frá Sean Avery.
Staðan 1-1.

Kings héldust heitir fram í þriðja leikhluta en þegar tíu mínútur voru liðnar af honum náði snillingurinn Ziggy Palffy að skora fyrir Kings eftir undirbúning Jozef Stumpel's og Joe Corvo's.
2-1 fyrir Kings.

En draumastaðan hélst ekki lengi, því eftir aðeins sex mínútur frá marki Palffy's náði Pavel Datsyuk að skora power-play mark fyrir Detroit eftir sendingu frá Nicklas Lidstrom.
Staðan 2-2 og fjórar mínútur eftir af venjulegum leiktíma.

Markið hleypti fersku blóði í Detroit og sýndu þeir Kings enga miskunn á lokamínútunum, og þegar aðeins 1.7 sekúnda var eftir af leiknum, náði hinn ógleymdi Steve Yzerman að koma pekkinum milli púðanna á Cechmanek og skora, glæsilegt mark, staðan 3-2 fyrir Detroit og fyrsti sigurinn á leiktíðinni tryggður…

Þrjár stjörnur leiksins:
3 - Zigmund Palffy, Los Angeles, eitt mark.
2 - Pavel Datsyuk, Detroit, eitt mark og stoðsending.
1 - Steve Yzerman, Detroit, gullmark leiksins.
…hann var dvergur í röngum félagsskap