Hvernig verður þetta í vetur?
Nú þegar Magnúsi Jónassyni var bolað útúr stjórninni
hvað verður þá um Björninn.
Síðast þegar fréttist þá ætlaði björninn ekki að taka
þátt í neinni keppni á vegum íhí vegna þess að hann er ekki lengur formaður(eða svo segir orðið á götunni allavegana).
Það yrði náttúrulega agalega sorglegt því Björninn hefur tekið gríðarlegum framförum síðastliðinn ár, og ekki veit það á gott að keppa ekki neitt.
Eins og allir vita þá eru yngri flokkar Bjarnarinns gríðarlega fjölmennir og ég er viss um það að það myndi fækka allverulega hjá þeim ef krakkarnir fá ekkert að keppa.
Ekki hefur þetta síður slæm áhrif á deildina hjá meistaraflokknum því það yrði mikil afturför ef að SA og SR yrðu aftur einu liðinn í deildinni.
Við vonum að sjálfsögðu að Björninn verði með og setji pressu á meistarana fyrir norðann.
En veit einhver hað er að gerast í þessum málum?????