Roman Cechmanek orðinn leikmaður Kings: All-Star markmaðurinn Roman Cechmanek, sem hefur í um þriggja ára bil staðið milli stanganna hjá liði sínu Philadelphia Flyers, og verið einn helsti hlekkur í liðsheildinni þar á bæ, hefur nú verið skipt til liðsins Los Angeles Kings, í skiptum fyrir val á leikmanni í annari umferð 2004 valsins í NHL.

Cechmanek verður án efa mikill máttarstólpi í Kings og mun bæta liðið mikið.
Cechmanek átti mjög góða leiktíð í ár, hann stóð 33-15-10 (33 sigrar, 15 tapleikir, og 10 jafntefli) í 58 leikjum með Flyers, hann náði sex shut-out'um, var með 1.83 mörk á móti meðaltali, og var með þriðju bestu markvörsluprósentu í deildinni. Eða .925 ( 92.5% ).

Talið er að eftir dræma frammistöðu Cechmanek í annari umferð play-offa gegn Ottawa Senators hafi orðið til þess að eigendur liðsins hafi ákveðið að láta hann fara. “Það var kominn tími á að liðið og hann færu sitthvora leiðina…”, sagði Bob Clarke, stjóri liðsins.

Felix Potvin, nú fyrrum aðalmarkmaður Los Angeles, mun verða óskráður Free-agent þann 1.júlí næstkomandi.

Hvað haldiði? Stór mistök hjá Flyers? Mun hann bæta Kings alveg roslega, eða ekki finna sig nógu vel?
…hann var dvergur í röngum félagsskap