Baráttan um Lord Stanley bikarinn hafin! NJ Devils - 3
The Anaheim Mighty Ducks - 0

Úrslitin um Lord Stanley Bikarinn hófust í gær, og það með látum.

NJ Devils gáfu Anaheim Mighty Ducks smá kennslustund í varnarleik og lokuðu alveg á þetta annars mjög sókndjarfa lið. Martin Brodeur, markaður Devils spilaði góðan leik og fékk sitt fimmta shut-out í úrslitunum fyrir vikið, Jeff Friesen, sóknarmaður Devils var með tvö mörk og Grant Marshall var með eitt mark.

Sigrinum er að mestu leyti því að þakka að vörn Devils var ótrúlega samheldin og tökum því til dæmis að topplína Anaheim, eða Kariya-Sykora-Oates línan náði aðeins að taka þrjú skot á markið, Kariya tók eitt skot, Sykora, tvö, og Oates náði sér alls ekki á strik í leiknum og tók engin skot á mark.

Jeff Friesen opnaði stöðuna í leiknum með góðu marki á annari mínútu í örðum leikhluta, staðan 1-0 Devils í hag.
Grant Marshall skoraði annað mark liðs síns á sjöttu mínútu í þriðja leikhluta, staðan 2-0 Devils í hag.
Anaheim tóku markmann sinn, J-S. Giguere, útaf þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum, Jeff Friesen, nýtti sér það til fullnustu og skoraði þriðja mark liðs síns, annað mark sitt og gulltryggði liði sínu sigur í leik 1 í úrslitum Stanley Cup Bikarins. Hann skoraði markið þegar 22. sekúndur voru til leiksloka.

Þrátt fyrir að J-S.Giguere hefði látið fá á sig þrjú mörk, var hann mjög öflugur í leiknum, af þeim 30 skotum sem á hann voru tekin varði hann 27. Maður leiksins hjá Anaheim.
Það mætti segja að Martin Brodeur hafi spilað sinn auðveldasta úrslitaleik í gærkveldi, sóknin hjá Anaheim var ekki upp á marga fiska og aðeins 16 skot á hann tekin.

Nokkuð lítið var um refsingar í leiknum og leikurinn fór að mestu leyti mjög vel fram, 6 minútur skiptust niður á sitthvort liðið í fyrsta leikhluta, engar refsingar í þeim seinni, og né heldur í þeim þriðja. Alls fjórar min. á Devils og tvær á Anaheim.

Þó að þessi leikur hafi verið nokkur einstefna hjá Devils, efast ég stórlega um að öll serían verði þannig. Næsti leikur á fimmtudag og ég vona að Anaheim hristi af sér slenið, taki sig til og vinni, til að fá smá spennu í þetta allt saman…

Þrjár stjörnur leiksins:

3 - Martin Brodeur, NJ Devils, eitt shut-out, 16 skot varin.
2 - Grant Marshall, NJ Devils, skoraði eitt mark í leiknum.
1 - Jeff Friesen, NJ Devils, eitt sinn liðsmaður Anaheim, fór Friesen illa með gamla lið sitt og skoraði tvö mörk í leiknum.
…hann var dvergur í röngum félagsskap