Jæja, þá er íshokký tímabilinu lokið fyrir okkur í Gulldrengjunum hjá SR og vil ég bara þakka fyrir þennan frábæra vetur, ég er búinn að kynnast fullt af frábæru fólki í gegnum þessa íþrótt.

Mér hefur verið tjáð að það hafi ekki verið jafn mikil gróska í starfi Gulldrengjanna (old boys) síðan Sveinn Kristórsson bakari var og hét, en hann var gríðarlega ötull við að vinna að framgangi íþróttarinnar, en í vetur voru um 20 manns sem voru að mæta nokkurn veginn reglulega á æfingar, og telst það nú bara gott.

Það er skemmst fá því að segja að flestir í Gulldrengjunum voru nánast því að stíga sín fyrstu skref (í það minnsta í mörg ár) á skauta í haust og framfarirnar hafa verið ótrúlegar, menn sem stóðu varla í lappirnar í byrjun eru nú orðnir alveg sæmilegir skautamenn eftir veturinn, (hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að flestir ætli að spreyta sig á línuskauta hokkýi í sumar).

Eitthvað var um slys og minniháttar meiðsl hjá okkur en ekkert alvarlegt, aðallega um byrjenda mistök að ræða eins og að butt enda sjálfa sig og því um líkt, (undirritaður tekur það alveg á sjálfan sig).

Gulldrengirnir fóru eina keppnisferð norður heiða og spiluðum við tvo leiki og er skemmst frá því að segja að við riðum ekki feitum hesti frá þeim viðureignum, en það var svo sem ekki við því að búast, nánast því engin leikreynsla hjá liðinu enda flestir svo til byrjendur,(gerum bara betur á næsta tímabili), en gríðarlega skemmtileg ferð engu að síður. Það var þó ein keppnisgrein sem Gulldrengir SR sigruðu með yfirburðum fyrir norðan en það voru glasalyftingar, norðanmenn áttu ekki roð í okkur þar, enda fóru þeir víst flestir í háttinn strax eftir fyrri leikinn. Eftir þann síðari var haldin fínasta pizza veisla með bjór og öllu tilheyrandi og að henni lokinni hélt Héddi liðstjóri þeirra norðanmanna nokkuð öflugt partý sem reyndar einhverjir varla lifðu af :). En þetta var mjög skemmtileg ferð og vil ég þakka norðanmönnum fyrir frábærar móttökur.

Mikið hef ég gaman af því að láta gamminn geysa, en nú er komið nóg, bara takk aftur fyrir veturinn og ég vona að ég sjái sem flest ykkar á línuskautum í sumar.

masmart :)