Anaheim bæta um betur, 2-0. Anaheim Mighty Ducks - 3(OT)
Dallas Stars - 2

Einhverra hluta vegna líkar lið Anaheim Mighty Ducks mjög vel við sig í framlengingu, eftir að hafa unnið leik 1 í fimmfaldri framlengingu bættu Anaheim í og uku forustunu á Dallas í 2-0 með sigri í framlengingu á heimavelli Dallas í gær.

Anaheim tóku fljótlega forustuna á Dallas þegar Adam Oates skoraði fyrsta mark leiksins á 10undu mínútu fyrsta leikhluta, en Dallas gaf ekkert eftir og náðu að jafna leikinn þegar Brendan Morrow skoraði aðeins tveimur sekúndum fyrir lok fyrsta leikhluta.

Dallas kom sem nýtt lið inn í annan leikhluta og skoraði Mike Modano annað mark liðsins á 9undu mítnútu annars leikhluta, eina markið í þeim leikhluta, staðan 2-1 Dallas í hag.

Í þeim þriðja sofnuðu Dallas á verðinum og það var þeim dýrkeypt, þegar Rob Niedemayer sóknarmaður Anaheim ætlaði að reyna að senda pökkinn inn fyrir framan markið hjá Dallas small pökkurinn í skautann hjá leikmanni Dallas, Stu Barnes og milli fótanna hjá markverðinum Marty Turco. Þetta var eina mark þriðja leikhluta, staðan 2-2 og aðeins framlenging eftir.

Mighty Ducks komu einbeittir inn í fyrstu framlenginguna, það tók þá ekki langan tíma til að skora þriðja mark leiksins en Mike Leclerc skoraði það þegar aðeins 1.44 mínúta var liðin af framlengingunni, Adam Oates átti stoðsendinguna á Leclerc.

Annar tapleikur Dallas í röð og 2-0 forusta Anaheim bláköld staðeynd.

Anaheim stendur 6-0-0-0 í úrslitunum sem er frábær árangur.
Næsti leikur liðanna er á morgun, mánudaginn 28unda apríl.

Three Star Selection -Fic-
3. Adam Oates, Anaheim, eitt mark og ein stoðsending.
2. Mike Modano, Dallas, eitt mark og stoðsending.
1. Mike Leclerc, Anaheim, eitt stykki gullmark.
…hann var dvergur í röngum félagsskap