Þessi sería verður slagur markmannanna, 2 af bestu markmönnum heims, Martin Brodeur (NY) og Nikolai Khabibulin (TB) eigast við og hvor um sig getur nánast unnið leiki á eigin spýtur, skellt í lás og slá.

Devils unnu Stanley bikarinn árið 2000 og töpuðu honum aftur í 7. leik gegn Colorado ári seinna. Þeir eru án efa sigurstranglegri með þétt lið þar sem 3. og 4. lína eru að skora mörk og taka mun meiri þátt í leiknum en hjá öðrum liðum. Þeir hafa sterka vörn og spila fast, hafa nóg af framúrskarandi leikmönnum, en lisheildin er þó þeirra sterkasta vopn.

Ótrúlegt safn varnarmanna samanstendur af Scott Stevens, Brian Rafalski, Scott Niedermayer, Oleg Tverdovsky, Ken Daneyko, Colin White og Richard Smehlik, þeir geta lokað á hvaða lið sem er, og Martin Brodeur, er vanur að gera það sem þarf fyrir aftan, engir stælar, engin lætin, bara fá færri mörk á sig en hinn markmaðurinn er hans leikstíll.

En enginn getur þó vanmetið Nikolai Khabibulin, markmann Tampa Bay!
Maðurinn er alveg ótrúlegur í markinu, átti 2 slaka leiki á móti Capitals en skellti svo einfaldlega í lás, og restin af liðinu gat dundað við það að koma inn einhverjum mörkum. Þá er komið að þætti Martin St. Louis. Pínulítill og eldsnöggur, kominn í línu sem hentar honum gerir hann stórhættulegan, eftir að vera settir í línu með Vincent Lecavalier og Vaclav Prospal þegar liðið var búið að tapa 2 leikjum í röð gegn Washington, setti hann 3 sigurmörk í röð auk 2ja annarra marka og 3ja stoðsendinga.

Tampa Bay hafa þegar komið á óvart og geta vel gert það aftur, en New Jersey eru þó mun sigurstranglegri. Þetta verða ekki markaleikir, þetta verða leikir markmanna og baráttu.

Mín spá (núna) er að Devils vinni 4-2 eða 4-3.

massi