NHL - 1. umferð lokið - úrlit í nótt Minnesota Wild tókst það sem margir spáðu, þrátt fyrir slaka byrjun og erfiða andstæðinga, skutu þeir Colorado Avalanche út úr playoffinu í ár.

Í 1. skipti í aðeins 3ja ára sögu Minnesota, náðu þeir í úrslitakeppnina og slógu út gamalt stórveldi í sportinu með haug af stórstjörnum innanborðs, og urðu um leið aðeins 17. lið sögunnar til að vinna eftir að vera 3-1 undir í leikjum talið.

Sorry, Forsberg, Sakic, Roy, Blake, Hejduk og Tanguay, hefði verið gaman að sjá þessar stjörnur aðeins lengur, en meira gaman verður að sjá hvað hinir sjóðheitu Vancouver Canucks gera við kamakazee leik Minnesota Wild í næstu umferð.

Vancouver Canucks unnu öruggan sigur á St. Louis Blues og virðast hafa hrokkið í gang eftir frekar dapran mánuð og slæma byrjun í úrslitakeppninni og virðast vera í sínu besta formi, congratz Ramm-Steini, varaðu þig á Wild :)

Philadelphia Flyers slægðu Toronto Maple Leafs 6-1 í 7. leiknum og virðast til alls líklegir en eiga Ottawa í næstu umferð og þurfa að taka enn betur á ef þeir ætla að eiga möguleika þar.

Næstu viðureignir eru:

- Ottawa Senators vs Philadelphia Flyers

- Dallas Stars vs Anaheim Mighty Ducks

- New Jersey Devils vs Tampa Bay Lightning

- Vancouver Canucks vs Minnesota Wild

Mín spá (sem er sjaldnast rétt eða einu sinni nálægt því):

Senators 4 - Flyers 2

Stars 4 - Ducks 3

Devils 4 - Lightning 1

Canucks 4 - Wild 2

massi