Þá er að verða stutt eftir af regular season í NHL þetta árið og hart er barist í Austur- og Vesturdeildum, sem og um sigur í allri deildinni.

Í Austurdeildinni eru Ottawa Senators sigurstranglegir með 109 stig og eiga 2 leiki eftir, en New Jersey Devils geta enn unnið deildina, eru með 104 stig og eiga 3 leiki eftir. Eina von Devils er vinna alla sína leiki og að Senators tapi báðum sínum.

Í Vesturdeildinni er baráttan mun harðari. Dallas Stars eru á toppnum með 107 stig og eiga 2 leiki eftir, Detroit Red Wings hafa 106 stig en eiga 3 leiki eftir. Þessi 2 lið virðast vera sterkust í vestrinu og hafa skipst á að hafa forystu og eins og staðan er í dag geta Red Wings unnið vestrið og gert harða atlögu að deildarmeistaratitli NHL með því einu að vinna alla sína leiki.

Að auki eig 2 önnur lið í Vesturdeildinni enn þá möguleika á að vinna vestrið. Það eru Vancouver Canucks sem eru með 103 stig og á 2 leiki eftir, og Colorado Avalanche sem eru með 101 stig og eiga 3 leiki eftir. Hvorug þessarra liða geta þó náð Ottawa Senators að stigum, og eini möguleiki beggja liða er Stars fái ekki fleiri stig og að Red Wings fái ekki meira en eitt stig út úr sínum leikjum, þá geta þau hvort um sig jafnað með því að vinna alla sína leiki.

Sigur í NHL deildinni hafnar því hjá einhverju þessarra fjögurra liða hér að neðan, ég læt stig, spilaða leiki (82 umferðir eru í deildinni) og leiki sem eftir eru fylgja með:

Ottawa Senators, 109 stig eftir 80 leiki
- 3. apríl: Washington Capitals, ÚTI
- 5. apríl: Toronto Maple Leafs, ÚTI (nágrannabær reyndar)

Dallas Stars, 107 stig eftir 80 leiki
- 2. apríl: Anaheim Mighty Ducks, HEIMA
- 6. apríl: Nashville Predators, HEIMA

Detroit Red Wings, 106 stig eftir 79 leiki
- 3. apríl: NY Islanders, HEIMA
- 4. apríl: Columbus Blue Jackets, ÚTI
- 6. apríl: Chicago Blackhawks, ÚTI (nágrannabær)

New Jersey Devils, 104 stig eftir 79 leiki
- 3. apríl: Boston Bruins, HEIMA
- 4. apríl: NY Rangers, ÚTI
- 6. apríl: Buffalo Sabres, ÚTI

Þá er að spá í spilin :)

Ottawa standa best að vígi en eiga eftir 2 erftiða útileiki og enda á erkifjendunum og nágrönnunum í Toronto Maple Leafs. Senators hafa hins vegar verið að spila stöðugt hokkí og vita að titillinn er þeirra ef þeir klára þessa 2 leiki.

Dallas eiga eftir 2 heimaleiki og standa vel að vígi, Anaheim hafa þó verið að spila vel og eru öruggir í úrslitakeppnina og Stars verða að treysta því að bæði Detroit og Ottawa tapi stigum.

Detroit eiga án efa léttustu leikina eftir, Islanders eru í mesta basli að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, Blue Jackets hafa spilað liða verst í vetur þótt Carolina Hurricanes og Pittsbourgh Penguins séu reyndar fyrir neðan þá að stigum, og Chicago Blackhawks ná ekki í úrslitakeppnina þetta árið, þar er þó um nágrannaslag að ræða og aldrei að vita hvað gerist. Red Wings verða þó eins og Dallas að vona að Ottawa fari að slaka aðeins á.

New Jersey á frekar létta leiki eftir, og þó. Boston ná í úrslitakeppnina, með herkjum, Rangers mega ekki tapa stigi ef þeir ætla að eiga séns í úrslitin og Buffalo hafa spilað illa í allan vetur hin 3 liðin verða þó að tapa hægri vinsti til að eitthvað geti gerst hjá Devils.

Ég veðja á Ottawa eða Detroit, að þau vinni hvort sína deild og að þau verði jöfn að stigum með 112 stig, það verður gaman að sjá hvaða lið spila saman í 1. umferð úrslitakeppninnar, pant ekki halda með liðinu sem lendir á móti Minesota Wild og heimaleikjarétt, ég er viss um að þeir bíta frá sér.

massi